Sjötta sunnudag eftir þrettánda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 19

Sjötta sunnudag eftir þrettánda

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sonur Guðs sig þá gladdi
bls.22
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þrí- og tvíkvætt ABABCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. xj (25–30)
Með tón: Drekkum af brunni náðar.
1.
Sonur Guðs sig þá gladdi
í sínum anda.
Við föður sinn sjálfan ræddi
að siðugum vanda:
Herra himins og jarðar,
eg heiðra og prísa þig;
um það mjög miklu varðar,
muntu nú heyra mig.
2.
Fyrir spekingum fróðum
þín faldir gæði
þau eg fyr aumum þjóðum
nú augljós ræði.
Svo varð það, faðirinn sæti,
sjálfum þér hjartakært
að börn með lítillæti
þitt ljúfa orð fengi lært.
3.
Mér er af mínum föður
öll makt í hendi.
Sá ber sannan heiður
og soninn sinn kenndi.
Sonurinn einn af öllum
fær einn veg föðurinn kennt,
bæði konum og körlum
þá kynning líka sent.
4.
Komið til mín sem kennið
svo kranka mæðu
og mig að yður spennið
með öllum gæðum.
Eg vil endurnæra
yður og hugga víst,
hafa svo hjartakæra
en hrinda frá mér síst.
5.
Takið á yður með yndi
mitt ok og byrði,
nemið þann kraft eg kenndi
og kunnan gjörði.
Hógværð, lítillæti,
það lærist best af mér,
böl það sálar bætir
ef breytið svo einninn þér.
6.
Ok mitt sætt er öllum
sem ástar kenna,
bæði konum og körlum,
fyr kraftinn þenna.
Minn byrðar þungi þægur
skal þreyta öngvan mann,
hann verður þeim hægur
af hjarta vel mér ann.
7.
Föðursins kynning klára
oss Kristur færði,
mýkti mæðu sára
og mjög vel lærði.
Hann bið eg hógvært sinni
og hjartað lítillátt
gefi sem mál og minni
mér svo að verði kátt.
Amen.
Vísan
1.
Sonur Guðs hér það sýnir,
svo er art góð hans hjarta,
fyr auma hér í heimi,
hlakkandi, föðurnum þakkar;
sem orð hans vilja virða
þeim vitringar mót stinga;
til föðursins ljúft vill leiða,
læra og endurnærir.
2.
Hvör er nú huggun meiri
en hér á jörð Guðsbörn vera,
ástvin Jesú Kristí,
eiga ráð þess að mega
vera hjá honum og heyra,
af hans ræðu vel fræðast;
mein og mótgangs raunir
mýkja vill einninn líka.