Þriðja sunnudag eftir þrettánda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 16

Þriðja sunnudag eftir þrettánda

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þá Jesús fór af fjalli
bls.19
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. viij (1–13)
Með tón: Gæsku Guðs vér prísum
1.
Þá Jesús fór af fjalli
fjöldi manns gekk þar með.
Það greinir í guðspjalli
glöggt hvað hafði skeð:
Þann líkþrá, sem svo bað.
Herra, þú mátt mig hreinsa
og hjálpa af öllum vansa,
viljir þú veita það.
2.
Jesús með hendi hrærði
hans líkama á,
aflið aftur nærði
og svo mælti þá:
Eg vil, vertu nú hreinn.
Hans líkþrá, sem hann sagði,
hvarf senn á augabragði,
varð eins sem ungur sveinn.
3.
Þar næst bauð að hann þegði
yfir þeirri heilsubót
og það öngvum segði
þó yrði lækning fljót
nema hitta prúðan prest
og honum sig sjálfan sýna
og gefa þá gáfu sína
sem Móyses býður best.
4.
Þá kom vor Jesús kæri
í Kapernaum borg.
Til hans frá eg að færi,
firrtur allri sorg,
einn hundraðshöfðingi.
Sá bað fyr sínum sveini
og sagði frá því meini
að limafall þann þvingi.
5.
Eg vil, Jesús sagði,
jafnsnöggt ganga með þér,
þeim þjón, brátt að bragði,
bæta hvað það er.
Hinn þar mælti á mót,
af því að ósköp væri
hann undir þak sitt færi,
hans orð sé einvalds bót.
6.
Eitt orð þitt, Jesús, græðir
aumleik þénara míns,
höfðinginn rétt svo ræðir,
rak það til dæmis síns,
kvaðst vera einn undirmann;
þó ef að sveini sínum
sjálfur skipaði einum
strax því hlýddi hann.
7.
Undraðist Jesús þetta
orð og sterka trú
og sagðist hvörgi hitta
hafa hana fyrr en nú
með öllum Ísrael.
Í samri stund hans sveini
sú sótt ei varð að meini
heldur heilsast vel.
8.
Jesús segir að sönnu
við sína fylgdarmenn:
Von er á ótal mönnum
úr austri og vestri senn,
með Abraham fögnuð fá
að halda himnaríki
en hinir í myrkur víki
sem Guði falla frá.
9.
Líkþrá mjög mig mæðir,
máttu þar vinna á bót,
Jesú, sem glæpi græðir,
græt eg af hjartans rót
mín sárleg synda mein;
maklegur má eg ei heita
til mín þú vildir leita,
þitt orð er huggan hrein.
Vísan
1.
Nemum þau dýrleg dæmi
sem Drottins orð hér votta
um bæn og bestu trúna
af báðum þeim nú tveimur.
Líkþrár trú eg að tæki
til Guðs mátt og vilja
en höfðinginn innir:
Orðið Guðs dauða forði.
2.
Sú bæn er best í raunum
ef biður þér líkamans friðar
að vilja hans við hvörn mælir
vitir þínum hug betra,
fyr miskunn Guðs og gæsku
grátandi synd að játir,
sterk trú öllu orkar
við orð hans fast að skorðir.