Nýársdag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 12

Nýársdag

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Átta dagar umliðnir þá
bls.16
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. ij (21)
Með hymnalag
1.
Átta dagar umliðnir þá
einir vóru sem greina má,
umskerast skyldi sveinninn sá
sem að hún fæddi Máríá.
2.
Jesús þá nefnt var nafnið hans,
neyðhjálpari vor er til sanns,
sætasta lífgun syndugs manns,
sá oss dregur til himnaranns.
3.
Af englinum var það áður kennt
en í kvið móður var það sent,
holdganar sáð af himnum rennt,
fyr helgan anda með eðlið tvennt.
4.
Jesú, þú lagðir lögmálsgjöld
á líkama þinn og veika hold.
Særður fyrir vor synda gjöld,
þitt sæta nafn eg ber fyrir skjöld.
Amen.
Vísan
1.
Umskurn Júðabarna
Jesús tók, sem vér lesum,
á enum átta degi
og nafn það hann bar jafnan.
Áður af engils ræðu,
enn það blómstrið kvenna,
hans móðir, í meydómsiðrum
mæta svein þenna gæti.
2.
Sonur Guðs hjartahreini
hefur lögmáls, án efa,
bölvan borið að heilu
og bundið sig gjald vort undir
vér svo frjálsir færum
en fengjum hefndargjöld engin,
heitir Jesús bölbætir,
bræði Guðs stillta græðir.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 16)