Sunnudaginn í milli jóladags og átta[dags] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 11

Sunnudaginn í milli jóladags og átta[dags]

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Foreldrar Jesú full af ást
bls.15
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Sunnudaginn í milli jóladags og átta
Evangelíum Lúk. ij (33-40)
Með lag: Heimili vort og húsin með
1.
Foreldrar Jesú full af ást
fregn heyrandi þessa
af honum sagða, að því dást
og þau Símeon blessar,
segir til Máríu móðir hans:
Mörgum til falls er sá til sanns
en aðra upp mun hressa.
2.
Hann er það teikn og hæfið eitt
hvörjum þeir tala á móti
og harmasverðið hjartað þitt
hart trú eg særa hljóti
svo margra hugskot og hjartans þel
hygg eg þá verði augljóst vel
þó annað yfir að fljóti.
3.
Fanúels dóttir, ekkja ein,
Anna sú spádómsinna,
af Assers kyni, hjarta hrein,
hafði sú fróma kvinna
með eignarmanni um árin sjö
frá jómfrúrdómi svo ráðið fé,
saurgan ei viljað sinna.
4.
Fjóra um áttrætt hafði hún,
himna Guðs prísar mildi,
daga og nætur þess minnast mun,
musterið rækja vildi
með bindindi og bænahald
bífalar þau á Drottins vald
sem ekkjur vel akta skyldi.
5.
Sú kom þar fram í sömu tíð,
segir með skýru máli,
lýðnum þeim sem að lausnar beið
lengi til Jerúsalem,
lofar það barn sem ljóst hún kann,
lýsir að hann sé Guð og mann
eyðandi illsku táli.
6.
Þá gjört var allt sem boðorð bauð
bæði hjón aftur snúa,
í Galíleam þó nálgist nauð,
í Nasaret að búa.
Sveinninn Jesús með aldri jók
allan vísdóm og þroska tók
með Guðs náð, því glöggt má trúa.
7.
Láttu mig, Drottinn, dást að þeim
dýrmæta vitnisburði.
Þú varst borinn í þenna heim
svo þræll, eg, frelstur yrði.
Til uppreistar en ei til falls
ertu mér og góða alls
fæddur svo huggan heyrði.
Vísan
1.
Siðugur Símon spáði
settan Krist með réttu
til hrösunar þeim og hneisu
er honum brjótast í móti
en Ísraelismanna
uppreist, þeirra er treysta,
svo birtist það býr í hjarta
ef bundið er tál niðrundir.
2.
Dást eg að miskunn mestri,
mann og Guð fæddan þanninn
rétt hvörn valdir vottar
vera Krist allir bera.
Jesús, eg vil kjósa
að þú slétt mig við réttir,
villu og vondu falli
verjir oss, kæri herra.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 15)