Annan dag jóla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 8

Annan dag jóla

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sjái þér eg nú senda um hríð
bls.12
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Annan dag jóla
Evangelíum Matt. xxiij (34-39)
Með nótum: Faðir vor sem á himnum ert
1.
Sjái þér eg nú senda um hríð,
segir Jesús við Gyðingalýð,
skriftlærða, spaka og spámenn,
spottað hafið þá fyrr og enn,
húðstrýkt og í heljun fært
svo hvörgi var þeim í borgum vært.
2.
Svo að allt falli saklaust blóð
það syndastraff yfir yðar þjóð,
allt frá blóði Abels þá
allt inn til blóðs Sakaríá,
sá eð var son Barakíe
sem þér drápuð við altari.
3.
Sannlega skal nú soddan hefnd
yfir sjálfs yðar ættlið vera stefnd.
Jerúsalem, þú Jórsalaborg
(Jesús talaði þá með sorg)
hvörsu oft vilda eg þín hugga börn
sem hænan veitir ungum vörn?
4.
En þú forsmáðir orðið mitt,
í eyði skal verða húsið þitt
og þér skuluð mig ekki sjá
inn til þess nú héðan í frá
nær þér segið að sæll er sá
sem í Guðs nafni kemur þá.
5.
Sæti Jesú, þú send oss nú
sveina þína með góðri trú.
Gef að vér elskum orðið þitt
og alla þá sem það kenna rétt.
Þinn hlífðarvæng út sem víðast breið
yfir vor börn öll um þetta skeið.
Vísan
1.
Júðum Jesús leiðir,
jafnsinnaður, til minnis
morð þau og meingjörðir
mest sem veittu prestum,
hótar hefndir veita
hér sem þyngstar eru,
sýnir að hann sem hæna
hegði sér en þeir bregðist.
2.
Eg hræðist harða reiði
og hefnd Júðum ánefnda
fyr forsmán allt að einu
orða hans nema Guð forði
yfir oss einn veg drífi;
allir skulum því kalla
ört af innstu hjarta
áður og bót á ráða.
(Vísnabók Guðbrands 1612; út. 2000, bls. 12–13)