Á jóladaginn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 6

Á jóladaginn

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Í upphafi var orðið fyrst
bls.10
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Á jóladaginn
Annað evangelíum Jóh. j (1-14)
Um eilífa Guðs sonar fæðing af föðurnum
Með hymna lag
1.
Í upphafi var orðið fyrst
hjá Guði einum í dýrðarvist.
Það orð var Guð, þess gættu víst,
gjört er allt fyr hans kraft og list.
2.
Hvað sem skapað er allt og eitt,
án þess að gjört er ekki neitt.
Í því var líknarlífið heitt,
ljósið einneginn mönnum veitt.
3.
Ljósið í myrkrum skært að skein,
skaða það ekki myrkur nein.
Jóhannes nefni eg sendisvein,
sá kom með skýra vitnisgrein.
4.
Af Guði sendist sá góði mann
sem glöggt um ljósið vitna kann,
að allir trúi, en ei var hann
það eðla ljós sem lífga vann.
5.
Það sanna ljós þann ljóma ber,
lýsir öllum í heimi hér.
Í heiminum var hvað hann ei sér,
heimurinn fyr það gjörður er.
6.
Í eign sína kom sólin sú,
síst meðtóku hann eigin hjú.
Þeir hann meðtóku þá og nú,
þeim gaf hann arf fyrir sanna trú.
7.
Ekki þeim sem af ættarsnilld,
ei holdsins girnd né mannsins vild,
heldur þeim sem Guðs gæska mild
gefur þann burð fyrir náðarskyld.
8.
Orðið var hold og hjá oss býr,
hefur oss birst þess virðing dýr
eingetins sonar eins sem nýr
eðliskraftur sá ódyggð flýr.
9.
Af föðurnum getinn, fylldur dáð,
frábærri tryggð og allri náð,
hvör að best geymir sannleiks sáð,
sé honum dýrð um loft og láð.
10.
Góði Jesú, vor Guð og mann,
gleð eg mig nú við kærleik þann
sem föður þíns elskan upp á fann
orð hans og náð svo til mín rann.
11.
Sólin réttlætis, send þú mér
það sæta ljós sem skín af þér,
synda myrkrum og villu ver
vor náttúran því saurguð er.