Fjórða sunnudag í aðventu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 4

Fjórða sunnudag í aðventu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Sá vitnisburður hinn valdi
bls.8–9
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Jóh. j (19-28)
Með lag: Jesús Guðs son eingetinn.
1.
Sá vitnisburður hinn valdi
vottast nú gjörla hér
er Jóhannes Júðum taldi,
játning hans sönn það er.
Frá Jerúsalem þeir senda
syni Leví vel kennda
með höfuðprestanna her.
2.
Þeir fréttu að hvört hann væri
herrann sá Kristur ei.
Hann svarar sem honum bæri,
segjandi við því nei.
Ertu Elías fróði
eða sá spámann góði?
Nei, kvað hann þvert við því.
3.
Framar þeir frétta vildu
og færa svar heim með sér.
Báðu hann skýra skyldi
skjótliga hvör hann er
og því ekki tregði,
eitthvað svo ljóst hann segði
rétt af sjálfum sér.
4.
Jóhannes ansa náði:
Eg er það raddarhljóð
sem Esaias um spáði,
af eyðimörku stóð.
Götu Drottni þér greiðið
og gjörið hans réttar leiðir.
Huggist nú hjörtun góð.
5.
Frá Faríseörum fóru
fyrrgreindir sendimenn
sem af þeim valdir vóru,
vöktu þá spurning enn:
Því skírir ef ertu eigi
af þremum þeim einn, eg segi?
Ansar þeim öllum senn:
6.
Eg skíri í vatni að vanda,
veit þó hjá yður hann
mitt í miðju standa,
munuð ei kenna þann,
eftir mig kemur hinn kæri,
þó kröftugur fyr mig væri,
heimsins hjálparmann.
7.
Þó framfallandi eg færi
að fótum þessa manns
verðugur ekki væri
að vera þó skósveinn hans.
Sú skírnarskikkan klára
skeði í Betabára
við Jórdan Júðalands.
8.
Eg er nú, Jesú góði,
þinn aumur lærisveinn,
kalla með hvellu hljóði
hvörn mann jafnt sem einn.
Veit þú eg veg þinn greiði
og volaða til þín leiði,
sé trúr og hjartahreinn.
Vísan
1.
Jón baptista eina
játning gjörir og vitnar
sannleik sem að hann kunni,
sig neitar Krist heita.
Elías ei kvaðst vilja
eða spámann sá annar,
haldinn hár í gildi,
heldur leið Drottins greiða.
2.
Enn nú Kristum svo innir
Júðum þeim ei trúðu:
Í vatni skíri eg en vitna
vera mann hjá yður annan,
þann að þér ei kennið,
þó mun eftir mig koma.
Fyr mig frá eg hann væri,
fótum hans vilda eg lúta.
3.
Með kröftugra krafti
kann hann skíra manninn.
Sendir ástaranda,
eld náðar ljúffelldan,
ört í auðmjúkt hjarta
ellegar brjóstin svella
af harðúð svo þau herðast
í henni og æðru brenna.