Þriðja sunnudag í aðventu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 3

Þriðja sunnudag í aðventu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jóhannes Kristum kenndi
bls.7
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt: AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Matt. xj (2–11)
Með það lag: Konung Davíð sem kenndi.
1.
Jóhannes Kristum kenndi,
kraftaverk heyrði hans;
í fjötrum sat, þó sendi
sína menn að fá ans.
Þeir sögðu svo til sanns:
Ertu sá eyðir kvíða
ellegar skulum vér bíða
eins annars hjálparmanns?
2.
Jesús svarar og sagði:
Segi þér Jóni frá,
birtist yður að bragði
blindir nú fullvel sjá,
líkþráir lækning fá,
haltir ganga og hlaupa,
heilsubót þarf ei kaupa,
hinn daufi heyra má.
3.
Upprísa einninn dauðir,
aumum er guðspjall tjáð.
Fáráðir fagna sauðir
fyrir það líknarsáð,
sem rétt er þeirra ráð.
Sælan þann hvörn eg segi
sem að nú hneykslast eigi
á mér eða minni náð.
4.
Þá sendimenn frá þeim fóru
fólkinu sagði hann
og þeim eftir vóru
af Jóhanni skýrt sem kann,
greinir til Guðs vin þann.
Hvört lysti yður að líta
linan reyr og stör hvíta?
Það er ei þessi mann.
5.
Vildu þér sjá þann sveina
er silkiklæðin ber?
Eg kann það klárt að greina
í kónga höllum það sker
að margur með þau fer.
Ef spámann skylduð skoða,
skýrlega eg það boða,
þessi þó æðri er.
6.
Jóhannes er sá eini,
áður er fyrri spáð,
fyrirrennari hinn hreini
hafa svo spámenn tjáð,
sem stendur skrifað og skráð.
Sjá þú, eg orð mín endi,
minn engil fyr mér sendi.
Sá velur mér veg með dáð.
7.
Framar réð Jesús inna
um þann dýrðarmann
að fæði engin krenkt kvinna
af karlmanni nökkurn þann
að æðri sé heldur en hann,
en þann öllum minna
í Guðs ríki má finna,
veglegri verða kann.
8.
Gef þú, Jesú, eg gæti
af gæskuverkum þig kennt,
þar næst með lítillæti
þá lifandi stundað mennt,
þitt orð sem oss er sent.
Einörð hrein um að bæti
svo aldrei heims mótlæti
fái mig frá þér spennt.
Vísan
1.
Máttug verk munu það votta
að Messías einn er þessi
Jesús, af því vísir
áður spámenn svo tjáðu
að þegar það fóstrið fræga
fæðast skulu þá bæði.
Blindir sjá strax og standa
staltranarlaust haltir.
2.
Neydd brjóst, þau mjög mæddust,
Messías átti að hressa
og gleðina guðspjalls náðar
góðfúsum hug bjóða.
Þetta verkin nú votta,
er veikur sá Júðar hneykja,
Jesús, vann, að vér sönnum,
almáttugan Guð Drottinn.