Annan sunnudag í aðventu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 2

Annan sunnudag í aðventu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Talar Jesús að teikn muni ske
bls.6
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Bragarháttur:Dróttkvætt með tvíliðahrynjandi og frjálsum forlið
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. xxj (25-33)
Með nótum: Heimili vort og húsin með
1.
Talar Jesús að teikn muni ske
á tungli, sólu og stjörnum
og ógnar kvöl á jörðunne
yfir þeim kvíðagjörnu.
Sjór og bylgjur þá hljóða hátt,
fyr hræðslu menn þá missa mátt
af heims frábærum firnum.
2.
Kraftar himnanna hrærast þá,
hingað í skýi mun koma
mannsins sonur af himni há
með helgum dýrðarljóma.
Nær þetta sker þá hefjið hátt
höfuðin upp því nálgast brátt
endurlausn yðar með sóma.
3.
Fyr yður virðið fíkjutré
og fleiri eikur skógar.
Þér vitið að nærri sumri sé
þá sýna þau plómur nógar.
Eins líka þann tíð þetta sker,
þenkið Guðsríki nálægt er
héðan af þá og þegar.
4.
Sannlega, sannlega sagði hann,
sveitin kristinna manna
forganga ei né eyðast kann
inn til þess slíkt fær kanna.
Jörð og himnar forganga fljótt,
fölna[r] gjörvallt og hrörnar skjótt
utan Guðs orðið sanna.
5.
Eg trúi því sem þú sagðir hér,
sæti Guðs son og mildi.
Bið eg þú gefir vel gaum að mér
og geymir með hlífðarskildi.
Auktu mér kraft í eymdum þeim
sem yfir falla þá þennan heim
stöðugur standa vildi.
Vísan
1.
Hér talar um teikn á sólu,
tungli einninn og stjörnum,
Jesús og ávísar
undur síðustu stundar,
segir að sveitum ægi,
að sjór og bylgjur stórar
hljóði og menn þá mæðist
mest af ógnum flestum.
2.
Mun þá mildur sýnast
mannsins son án vansa
í tign af skýi skyggnu,
skær með dýrð og æru.
Höfuðin skulum vér hefja
hátt upp því til Drottins.
Vor endurlausn innan stundar
algjörð tekur að nálgast.
3.
Lof sé herra ljúfum
er lætur oss að því gæta,
komið er til þess tíma,
teikn öll fyr oss reiknuð.
Sumar með sínum blóma
svo er nær börn mín kæru
að brúðgumi vor með blíðu
breiðir faðm; verum til reiðu.