Fyrsta sunnudag í aðventu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 1

Fyrsta sunnudag í aðventu

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Jesús fór í þann tíma
bls.5
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Fyrsta sunnudag í aðventu
Evangelíum Matt. xxj (1-9)
Með eins nótum og Einn herra eg best ætti
1.
Jesús fór í þann tíma
til Jórsalaborgar, skær,
með lærisveina sína.
Sem þeir kómu svo nær
Betfagi að þar endir
Olíufjallsins hlíð
tvo lærisveina sendir
sjálfur á þeirri tíð.
2.
Gangi þið greitt til byggðar
sem gagnvart ykkur er,
sagði hann svo án styggðar,
sækið til handa mér,
fjötraða ösnu finnið
og fola hjá móður sín,
leysið og lýð það innið,
leiðið þau svo til mín.
3.
Ef nökkur mælir móti
megi þið ansa svá:
hafa þau herrann hljóti,
hann mun þeim sleppa þá.
Eftir spámanns orðum
allt er það nú svo skeð
þar hann um þetta forðum
á þann veg hafði téð.
4.
Dóttir Síon hin dýra
dansa og létt af pín.
Þú sér þinn herrann hýra
hingað koma til þín.
Hann situr á ösnu einni
sem áður klyfjar ber
og fola með ösnu hreinni,
hógvær sá kóngur er.
5.
Þeir tveir gjöra og greiða
gjörvallt sem bauð hann þá.
Fola og ösnu fram leiða,
föt sín lögðu þar á.
Sjálfan Jesúm upp settu,
sóttu svo fram á leið.
Lýður með lofinu réttu
laut honum um það skeið.
6.
Fagurt var fólksins æði
sem fylgdi honum á veg,
breiðandi kostaklæði
og kvistablóm prýðileg.
Kringum hann síðan sungu
sæta lof ósanná,
báðu með blíðri tungu:
Blessist æ kóngur sá.
7.
Nálgist þitt náðarríki,
náðugi herra minn.
Gefðu eg gjöri svo líki
guðdóms viljann þinn.
Láttu mig lofgjörð vanda
líka svo þóknist þér.
Fyr ástgjafir allra handa
auktu nú trúna mér.
Nökkrar vísur af þessu guðspjalli
1.
Dóttir Síon mjög máttir
með lofkvæði gleðjast.
Kóngur þinn kemur nú hingað
kær í fátækri æru.
Rausnar ör ríður ösnu,
rennur foli með henni.
Friðsamur frelsar lýði,
fagni hvör sínu gagni.
2.
Kristus, kóngurinn besti,
kominn í fátækt auma,
máttugur dýrðar drottinn,
dýrum sigri að stýra.
Hans tilkoma hreinsi
hjartans innri parta
svo hæst lof honum til ástar
og heiður skyldugan greiðum.
3.
Tungur engla samsyngja
sannlega röddu manna
lofgjörð drottni dýrðar
dag og ár með söng fagran.
Að hæsti Guð holdi klæðist,
af hingaðburði þeim syngjum,
fjórar vikur að fleira
um fæðing hans þaðan af ræðum.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 5–6)