Einn nýárssálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn nýárssálmur

Fyrsta ljóðlína:Yfirvald engla sveita
bls.119
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Einn nýárssálmur
Með lag: Gæsku Guðs vér prísum

1.
Yfirvald engla sveita,
Jesús, vor hirðir trúr,
stillir stjörnu reita,
sterkasti hlífðar múr,
heyrðu mitt hjartans mál:
Veistu minn vanmátt allan,
þó vil eg þig samt ákalla,
lækna þú líf og sál.

2.
Nú er með nýju ári,
náðugi Guð, mitt sinn
vaknað og viljinn klári
um velgjörninginn þinn
eitt nýtt að vanda vers;
með sætum sálmahljóðum
syngja það af hug góðum;
leggðu mér lið til þess.

3.
Upphafið árs það rétta
er sem kristnin veit
hátíðarhaldið þetta
í hvörri landsbyggð og sveit
frá fæðingar tíð
frelsarans lýðs og landa,
hann lofist með helgum anda
svo sem veröld er víð.

4.
Lof sé þér lífsins herra
fyr liðna ársins frið,
þann þú lést eigi þverra,
og þess af hjarta bið
á þann veg þetta ár
svo oss nú einninn hlífi
þó yfir að þrautir drífi
þín guðdóms gæskan klár.

5.
Hvör kann tjá eður tína,
þó til þess hefði sinn,
góðgjörninga þína,
græðari, Jesú minn;
mér þar first um fer;
þó hef eg þar til vilja,
þess skal ekki dylja,
fyr gjörvallt þakka þér.

6.
Kristni þína klára
og kennimanna lið
mega ei djöflar dára
svo dugar oss öllum við;
þitt orð, sú ástgjöf hrein,
konung vorn lætur líka
lifa við gæsku slíka
og skaða ei minnsta mein.

7.
Samt mun, sæti faðir,
í sorgar dalnum hætt,
erum því oft óglaðir
en angur vort færðu bætt;
óvini óttast má;
þú hershöfðinginn frægi
hjálpir svo vel nægi;
þig, Kriste, kalla eg á.

8.
Þú hefur þína brúði
í þýðum faðmi læst,
sú þér sjálfum trúði
svo henni grandar fæst
en Satan svíkja vill
með ótal eldleg skeyti
á oss frá eg að leiti
og herðir hneykslin ill.

9.
Þinn litla flokk svo fæðir
faðir nú þetta ár
á orði Guðs sem græðir
vor gjörvöll andar sár;
réttu við ríki þitt;
allri villu eyðir
það eitur að sálir deyðir;
gáleysið gefðu kvitt.

10.
Hvör kann stöðugur standa
að stríða Satan við
án hjálpar heilags anda,
herra, af ást eg bið
um þann hinn lærða lýð
í kirkju og skólum kenna,
Kriste, lát flokkinn þennan
verjast og vinna stríð.

11.
Víngarð þinn vilja skemma
vond og ógeðleg svín;
sé eg það síð og snemma
saurguð er kirkja þín
því vaktin er heldur hljóð.
Vek þú oss, Kriste kæri,
að kalla sem oss bæri
svo huggist öll hjörtun góð.

12.
Konung vorn, Kristján fjórða,
Kriste, svo styrk þú nú;
fyr almátt þinna orða
efl hann í hreinnri trú,
drottning og ríkis ráð;
lifi hann svo þér líki
lengi og stjórni ríki
með friði og dýrri dáð.

13.
Hlífðar múr kóngur klári
kirkju Drottins að er;
hans á hvörju ári
heiður vaxandi fer;
þökkum nú þessa náð
og biðjum hans herradómi
haldist sú tign og sómi
æ meðan lifir á láð.

14.
Vorum lands herrum líka
láttu nú, Drottinn minn,
aukast þá ástgjöf ríka
fyr anda kraftinn þinn,
rétt dæmið rækja best,
óráð vanda að aga
til æru guðhræddra draga,
hefta svo hneykslin flest.

15.
Gef þeim guðhræðslu anda
sem girnast hér sýsluráð
og vita að greiða úr vanda;
veittu oss öllum náð
að elska andlegt vald
svo að samráða verði
og sektir ekki herði;
hlýðnin best greiðir gjald.

16.
Leys þá af lastabandi,
líknsami Jesú minn,
sem dró sá forni fjandi
í fjötur stórglæpa inn,
herðandi hug og sinn,
og líka þá sem líða
langa hugraun og kvíða,
kenni þeir kærleik þinn.

17.
Græði meinlæti manna
miskunn þín, Jesú trúr,
leggi oss lækning sanna,
leysi svo eymdum úr
Guðs orða kraftur klár.
Sorgfullum sé nú þetta
sannlega allt hið rétta
fagnaðar frelsis ár.

18.
Móðurlaus börn eg meina,
mildur Guð, annist þú
og ekkjur sem halda hreina
hreinlífis dyggð og trú;
vanfærum veittu lið
sem standa í burðar stríði
styrk svo það vel líði
svo skaplega skiljist við.

19.
Orð Guðs endurbæti
árgang til sjós og lands
svo vér með lítillæti
lofum þá nafnið hans
sem að oss lífið lér
og frelsti í óári
af því dauðans fári
sem margur hreppti hér.

20.
Heilagur andi hræri
hjörtun vor öll í senn
að skynja skaparinn kæri
og skoða þá teiknin enn
sem að oss sýna bert;
þú hótar hefnd og pínu
þeim hafna orði þínu
ef ekki er að því gjört.

21.
Nýja þú nú vort sinni,
náðugur Drottinn Guð,
miskunn að þakka þinni
þvílíka hjálparstoð;
fórn er þér bænin best;
kristni þín öll í einu
offri þér hjarta hreinu,
lát oss vorn bæta brest.

22.
Undir rót illra manna,
ótrú svo heftist bráð
sentu þeim iðran sanna
og sæta Guðs anda náð
sem að oss vilja verst,
láttu þá vakna verða,
vitja svo þeirra gjörða,
að leggja af lýtin flest.

23.
Gef oss dýrðlegan dauða,
Drottinn Guð, nær það sker
að sú ending nauða
yfir oss fellur hér,
vér séum búnir við
og höfum þá hindran öngva
um hlið til lífs það þröngva
að halda í himna frið.

24.
Upprisu einninn fagna
allir guðhræddir menn;
lofgjörð þar mesta magna,
má það oss gleðja enn
að höfuð vort Jesús er;
limafestingin fróma
því fylgir öll með sóma,
sú honum hlýddi hér.

25.
Sigurvegarinn sæti,
sonur Guðs dyggðaklár,
brestinn vorn allan bæti
og blessi nú þetta ár,
sinn flokk í heimi hér,
með föður og frægstum anda,
fegurst lof allra handa
samhuga syngjum þér.
Amen.

(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 119–121)