A 076 - Hymn. Ad Coenam Agni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 076 - Hymn. Ad Coenam Agni

Fyrsta ljóðlína:Kristnin syngi nú sætleiks lof
bls.LI r–v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmur þessi varðveittur í: „sb. 1619, bl. 49-50; sb. 1671, bl. 89-90; sb. JA. 1742, bls. 169—170; sb. 1746, bls. 169-170; sb. 1751, bls. 170—171; gr. 1607 (í við- auka) og allir gr. síöan; s-msb. 1742. Fyrirsögn sálmsins er: »Ad cœnam agnia, og er það svo að skilja, að þetta sé þýðing þessa gamla páskalofsöngs, »Ad cœnam agni providi, sem er eftir ókunnan höfund og kominn inn i kirkjusönginn á 6. öld. Þó er þetta ekki bein þýðing latínska bymnans, heldur þýzks sálms, »Nun lasst uns Christum loben sein«, sem   MEIRA ↲
Hymn. Ad coenam agni
Með sama lag.

1.
Kristnin syngi nú sætleiks lof,
syni Guðs þakki lausnargjöf.
Óvin með sínum öllum her
í Sjóinn rauða sökktur er.
2.
Í stórum voða vorum þá,
vildi hann alla oss afmá.
Lausnari vor sá líf oss gaf,
leiddi í gegnum Rauðahaf.
3.
Friðaði oss og frelsti úr neyð
flekklausa lambsins blóð og deyð.
Þá Kristur barðist vegna vor
víkinginn kæfði djúpur sjór.
4.
Páskalamb helgast höfum hér,
hvört á krossi oss bakað er.
Hold þess er fæði heiðurs vert.
Herra Jesús, það sjálfur ert!
5.
Þetta er sanna sæta brauð,
sviptandi oss eilífum deyð.
Dýrast blóð lambsins drekkum vær,
djöfull oss þá ei skaðað fær.
6.
Þakkir aldri vær getum gjört
Guði, sem er það offur vert.
Frá ófögnuð og andar kvöl
erum vér þar með leystir vel.
7.
Lamb Guðs, þér hæfir lofgjörð best,
lotning, heiður og dýrðin mest.
Öll þín kristnin í heimi hér
ævinlegana þakki þér.