A 045 - Hymn. Fit porta Christi pervia. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 045 - Hymn. Fit porta Christi pervia.

Fyrsta ljóðlína:Guðssyni hægast hlið sú var
bls.xxvj
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Heiti sálmsins, Fit porta Christi pervia, er upphafslína hins latneska lofsöngs sem hér er þýddur. Sumir telja „að hann sé partur úr himnanum „A solis ortus cardine“ eftir Coelius Sedulius“ (sjá Wackernagel III, bls. 248–249 og Fischer II, bls 177). Sálmurinn er fjögur erindi. – Sálmurinn er einnig í sb 1619, bl. 25, og í Grallara 1607 (í viðauka) og í öllum gröllurum síðan. Þá er hann einnig í s-msb 1742. (Sjá PEÓl: Upptök, bls. 83).
Hymn. Fit Porta Christi pervia.
Má syngja með það lag sem: Conditor Almé et ct.
Hymn. Fit porta Christi pervia.
Má syngja með það lag sem: Conditor alme et ct.

1.
Guðs syni hægast hlið sú var,
helg mey náðarfull sem hann bar,
er þó læst og til eilífðar,
enn þó Kristur framgengi þar.
2.
Himneska ljóssins helgast skin,
hér kom af meyju skaparinn.
Lausn, blessun og brúðguminn,
berjandist fyrir söfnuð sinn.
3.
Huggun móður og hæsta dýrð,
helgust von rétttrúaðri hjörð.
Blessuð hans pína, beisk og hörð,
borgaði mannkyn allt á jörð.
4.
Heiðrum með munni, hug og trú
Herrann sem fæddist af jómfrú.
Föður og anda æ og nú
án enda haldist lofgjörð sú.