Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 033 - Einn annar lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 033 - Einn annar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Einum Guði sé eilíft lof
bls.xviijr–v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Jólalofsöngur eftir Michael Weisse (1488–1534), „Lob sei dem almächtigen Gott. Mun hann þýddur beint úr þýsku. Hann var áfram prentaður í sb 1619, bl. 17; sb 1671, bl. 10; sb JÁ 1742, bls. 23–24; sb 1746, bls. 23–24 og sb 1751, bls. 23–24. (PEÓl: Upptök, bls. 78).
Nótur eru með sálminum í Sálmabók Guðbrands 1589.
Einn annar lofsöngur.
Má syngja með því lagi, sem
Conditor alme [siderum].

1.
Einum Guði sé eilíft lof,
oss aumum að af miskunn gaf
elskuligasta soninn sinn,
sem af honum er útgenginn.
2.
Lausnari vor að væri sá,
voða og synd oss leysti frá.
Með sinni náð og sannleika
sælu veitti oss eilífa.
3.
Sú er Guðs náð og gæska hæst,
góðvild og elska allra stærst.
Fyrir ástverk þetta enginn mann
né engill Guði þakka kann.
4.
Skaparinn gjörðist skepna nú,
skrýddi sig holdi mannligu.
Fátæka mey, er fyrir sér hann,
fæddist af hennar lífi mann.
5.
Almáttugs föður eilíft orð
án allra synda maður varð.
Fyrir oss sig gaf í alls kyns neyð,
upphafið sjálft og endi með.
6.
Hvað er manns megn og eðli allt,
að Guð fyrir hann son sinn galt?
Hvað gjörðum vér þess Guði í vild,
hann gæfi sig fyrir vora skuld?
7.
Vei þeim lýð, sem óvirðir það
og vill ei þiggja slíka náð,
hafnar sonarins sætri raust.
Sá fær Guðs reiði endalaust.
8.
Ó, maður, þigg nú þessa bót,
þínum kóngi þú gakk á mót.
Ljúfur var hann að leita að þér,
leysa þig og taka að sér.
9.
Glaður tak til þín Guð í dag,
greið honum þér í hjarta veg,
í þínu valdi svo hann sé
og sína eign þér láti í té.
10.
Mildri hans komu *minnka skalt,
mannvit þitt og hugboð allt;
holds réttlæti og verk þín veik
virð ekkert hjá hans heilagleik.
11.
Hann er þín eign, ef heldur það,
hlífir þér vel við kvalastað,
ellegar gæt þú að þér fyrr,
áður hann byrgir himnadyr.
12.
Fyrst koma hans í heim til vor
hæg var, auðmjúk og náðarstór;
önnur mun verða ógurleg,
alla guðlausa skelfa mjeg.
13.
Þeir nú í trúnni þéna Krist,
þá ganga inn í dýrðarvist,
lifa í fögnuð englum hjá,
engin mótlæti minnast á.
14.
Himneskan föður, Herra Guð,
hans eingetinn son, Jesúm, með
og helgan anda um alder
af hug og hjarta dýrkum vér.

* 10.1 minnka] Þetta orð verður tæpast lesið öðruvísi.