A 046 - Lofsöngur Simeonis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 046 - Lofsöngur Simeonis

Fyrsta ljóðlína:Ó, herra Guð / í þínum frið
bls.xxvi
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) tví- og þríkvætt aaBccBddB
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Nótur eru með sálminum í Sálmabók Guðbrands 1589.
Lofsöngur Simeonis
Nunc dimitis.
[Nótur]


1.
Ó, Herra Guð,
í þínum frið
nú lát þú þjón þinn fara,
sem sagt var mér
af sjálfum þér,
svo lengi skyldi eg vara.
Því augum mínum með
eg hefi nú séð
himneskt þitt hjálpræðið kæra.
2.
Þú settir þann,
heims hjálparmann,
hér fyrir allra sjónum,
ljós heiðnum lýð,
að andarfrið
erfi með þínum þjónum,
ættum Ísrael,
svo að verði vel
heiður og lof að honum.
3.
Öll herrans hjörð
heiður, lof, dýrð
með hug og raust skal vanda
föður og syni
fyrir þá sýn
og þeim heilaga anda.
Virðing sé sú,
sem var og er nú
og ævinliga mun standa.