Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 095 - Einn bæna sálmur til heilags anda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 095 - Einn bæna sálmur til heilags anda

Fyrsta ljóðlína:Kom herra Guð heilagi andi
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.lxi
Bragarháttur:átta línur (tvíliður+) ferkvætt:AAbbccDD
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
„Einn bæna psalmur til heilags anda.
D. Mart. Luth.“
Nótur fylgja sálminum í Vísnabók Guðbrands 1589.
Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmur þessi í: sb. 1619, bl. 60–61; sb. 1671, bl. 94; sb. JÁ. 1742, bls. 179; sb. 1746, bls. 179; sb. 1751, bls. 297–298; gr. 1594 (á 2. og 3. í hvitasunnu) og öllum gröllurum síðan; s-msb. 1742. — Lagið er einnig í sb. 1619, öllum gröllurum og s-msb. 1742.
„Sálmurinn, 3 erindi, er þýðing á sálmi Lúthers, „Komm, heiliger Geist, Herre Gott“, er hann orkti út af latínska hymnanum:   MEIRA ↲
Einn bæna sálmur til heilags anda
D. Mart. Luth.
[Nótur]

1.
Kom, herra Guð, heilagi andi
með hæstri náð uppfyllandi
þinna trúaðra hjörtu, hug og geð,
heita ástsemd þeim kveiktu með.
Herra Guð, fyrir þitt ljósið skært
í trú rétta fékkst saman fært
einn lýð af öllum heims tungum,
að þér Guði til lofs syngjum.
Allelúja, Allelúja.
2.
Blessaða ljós og besta sáð,
birtast lát oss þín lífsins ráð.
Kenn þú oss rétt að þekkja Guð vorn,
þess föðurs oss að játa börn.
Herra Guð, vernda oss villu frá,
svo visku aðra ei girnunst á
en trúa rétt á Guðs son,
af hjarta öllu til hans hafa von.
Allelúja, Allelúja.
3.
Heilagi eldur, huggarinn sæti,
hjálpin þín jafnan að oss kæti
fram að halda þjónustu þinni,
þrautir öngvar að oss lini.
Herra Guð, fyrir þinn hæsta mátt,
holds veikleika vorn styrk þú þrátt,
riddaraliga svo reyndir hér
ríki þitt síðar fengjum vér.
Allelúja, Allelúja.