Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 041 - Ein vísa að þakka Guði fyrir það umliðna ár | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 041 - Ein vísa að þakka Guði fyrir það umliðna ár

Fyrsta ljóðlína:Gæsku Guðs vér prísum
bls.Bl. xxiijr–xxiijv
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þýskur nýárssálmur, 6 erindi, „Helft mir Gotts Güte preisen“ eftir Pál Eber (1511–1569). Hann var þýddur á dönsku af prestinum Rasmusi Katholms (d. 1581) og prentaður í viðauka við sálmabók Thommisöns 1586. Telur PEÓl að íslenska þýðingin sé gerð eftir frumsálminum með hliðsjón af dönsku þýðingunni. Sálmurinn var prentaður óbreyttur í sb 1619, bl. 22–23 og grallara 1607 (í viðauka) og öllum gröllurum síðan og s-msb 1742 (Prestavillu). Sálminum var breytt í sb 1801 og var svo í næstu sálmabókum, síðast prentaður í sb 1884. (Sjá PEÓl: Upptök, bls. 81–82)
Ath. stuðlun í sálminum fylgir hættinum illa og er raunar afar óregluleg.
„Ein vísa, að þakka Guði fyrir það umliðna ár.“
Ein vísa að þakka Guði fyrir það umliðna ár
[Nótur]

1.
Gæsku Guðs vér prísum,
góðir kristnir menn,
með söng og sætum vísum
og segjum honum senn
lof fyrir lánið sitt,
sem hefur af gæsku sinni,
hver einn trúi eg það finni,
á þessu ári oss veitt.
2.
Miskunn hans og mildi,
vér minnunst fyrst uppá
og virðum víst sem skyldi
hans velgjörninga þá,
sem hann nú þetta ár
oss gefið hefur öllum,
bæði konum og körlum
og kunnugt fyrir oss stár.
3.
Voldugur Guð veitti
voru landi frið,
fólk allt einninn fæddi,
svo fékk hvað þurfti við
af hans miskunnar hand.
Því blessan faðirinn mildi,
byggð og bæjum vildi
gefa um gjörvallt land.
4.
Oss hefur varðveitt alla
af föðurligri náð.
Ef vildi hann yfir oss falla,
sem vor er synd og dáð,
með jafnri hefnd og pín,
fyrir löngu værum vér deyddir,
af sorg og eymdum eyddir,
hver fyrir syndir sín.
5.
Sem einn sætur faðir,
svo er hann mildur víst.
Vér verðum þá frelsaðir,
ef trúum á Jesúm Krist
með einni réttri trú.
Hann sviptir af oss syndum
og síðan einninn eymdum
og þanninn hjálpar nú.
6.
Slíkar gæskugáfur,
ó, Guð vor himnum á,
sem þú gefið hefur,
lofi hver sem má
í Jesú Kristí nafn.
Vér biðjum þig enn fremur,
gef það ár, sem nú kemur,
sé þér til æru, oss til gagns.