A 026 - Ein gömul kristilig vísa. In dulci jubilo et ct. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 026 - Ein gömul kristilig vísa. In dulci jubilo et ct.

Fyrsta ljóðlína:In dulci jubilo
bls.xiiij
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt aaBaBaaa
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Sálmar

Skýringar

PEÓl telur sálm þennan þýskan að uppruna og ekki hafa verið saminn síðar en á 14. öld. Hann er makkarónískur skáldskapur á þýsku og latínu og svo er hann einnig á dönsku (og latínu) í sb HTh. Sálmurinn er fjögur erindi. Sálmurinn er einnig prentaður í sb 1619, bl. 14; gröllurum 1607 og 1623 (í viðauka) og grallara 1691 og öllum gröllurum síðan. Önnur þýðing er í sb 1589 sem hefst svo: „Kristnin í Guði glödd“.
Í þessu sálmi eru síðustu tvær línurnar endurteknar sem stef, reyndar breytilegt frá erindi til erindis.
Ein gömul kristilig vísa.
In dulci jubilo et ct.

1.
In dulci jubilo,
glaðir syngjum svo.
Liggur ósk vors hjarta,
in praesepio,
skín sem sólin bjarta,
matris in gremio.
Alpha es et o,*
alpha es et o.
2.
O, Jesú parvule,
hugurinn hjá þér sé.
Styrktu oss í sinni,
o puer optime,
með allri gæsku þinni,
o princeps Glorie.
Trahe me post te,
Trahe me post te.
3.
O, patris charitas,
o, nati lenitas,
vér dauða höfðum fengið
per nostra crimina,
hann hefur oss umgengið.
Coelorum gaudia,
eia værum vér þar,
eia værum vér þar.
4.
Ubi sunt gaudia?
Þar sem heyra má
að Guðs englar syngja
nova cantica
og básúnur klingja
in regis curia,
eia værum vér þar,
eia værum vér þar.

* Mun vera tákn fyrir gríska stafinn ómega.