A 060 - Annar lofsöngur um pínu og dauða herrans Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 060 - Annar lofsöngur um pínu og dauða herrans Kristí

Fyrsta ljóðlína:Jesús Guðsson sætasti
Höfundur:Michael Weiße
bls.xxxvj-v–xxxviij-v
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt: aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar
Annar lofsöngur um pínu og dauða herrans Kristí
Með sömu nótum og: Jesús sem oss frelsaði.

1.
Jesús, Guðs son sætasti,
sannur maður á jörðu,
ást og kraftinn sinn auðsýndi
í orðum og svo gjörðum.
Á Júðalandi til tók fyrst
tákn og kenning að bjóða,
hvar eð frá lífi felldi Krist
flærð og öfund skriftfróðra.
2.
Svikræðin þeirra sýndust ljóst,
sigrinum aldrei náðu,
hafandi því á honum þjóst,
hans jarteiknir forsmáðu.
Sögðu þær og svo öll orð hans
af djöfli sjálfum vera,
að hann með honum sé til sanns
og soddan verk því gjöra.
3.
Lazarus svo mjög sjúkur lá,
sannliga lífið missti.
Hans var vitjandi Herrann þá,
heiður sinn að auglýsti,
ferdægraðan dauðanum frá,
Drottinn þegar uppreisti.
Fólkið það, sem þann fögnuð sá,
frelsaranum þá treysti.
4.
Hræsnarar þegar að heyrðu það,
þeir héldu ráðslag þetta:
„Hvað skulum vér helst hafast að,
hans teiknin mörg menn frétta?
Ef að svo lengi áfram fer,
allir þá trúa honum.
Ræna oss síðan rómversker
ríki, auð og svo mönnum.“
5.
Kaífas þeim þá kenndi ráð,
að Kristur heldur píndist
einn, svo að öðlist allir náð
og öll þjóðin ei týndist.
Hæstur presturinn hann var þá,
hlaut því sannleik að segja:
Skyldi mannkynið kvittan fá,
Kristur, hann hlaut að deyja.
6.
Vor herra þegar vissi það,
veik hann frá þeirra sonum.
Dvaldist þá í Efrem stað
og svo þeir tólf með honum.
Júðar spyrja að, hvar er hann?
Höfuðprestarnir skipa,
segi til hans sá hér það kann,
so þeir mættu hann grípa.
7.
Líður að páskum, lambið á
lýðurinn Guðs að baka
og á þeim tíma átti þá
á sig dauðann að taka.
Svo sem lamb flekklaust fyrir heim
í fórn færður að vera,
hlýðinn föður í hendur þeim
hann vildi sjálfur fara.
8.
Meður honum fjölmenni fer,
fyrir þeim tólf þá segir:
„Í Jerúsalem sækjum vér,
svo að þar fyllast megi
um mannsins son hvað skýrir skrift:
Skuli hann prestum Júða
fenginn og svo af fullri heift
fordæmast allt til dauða.
9.
Síðan heiðingjum selji hann,
svo að háðungar líði,
hræktan, sleginn og húðstýktan,
hart á krossinum deyði.
Þar eftir á þann þriðja dag,
þó samt skal hann upprísa.“
Kenning þessa um herrans hag
héldu þeir mjög óvísa.
10.
Þá þeir fóru af Jeríkó,
á veginum tveir sátu
blindir menn þeir eð báðu svo,
bannað þeim öngvir gátu:
„Ó, herra, Davíðs heitinn son,
hjálp viljir þú oss gefa!“
Fékk hann þeim báðum fulla sjón.
Frelsarann af því lofa.
11.
Í Bethaniam aftur kom
að páskum þá var vika.
Veitt var honum þar máltíð fróm
og Marta þjónar líka.
Í húsi Simeons haldinn var,
Herrann þá sat að borði.
Lazarus var og líka þar,
sem líf fékk af hans orði.
12.
María þá um máltíð kom
með smyrslin þau dýrmætu.
Glasið braut hún og hellti þeim
á höfuð hans og fætur,
og með hárlokkum þurrkar þá,
þeim ilm þar yfir lýsti.
Rétt trú var því verkinu hjá,
vel þóknaðist það Kristi.
13.
Þá sagði Júdas Seharioth,*
sem að forréð vorn herra:
„Spilling þessi er öngum bót,
þau ætti seld að vera.
Öreigum helst til uppheldis
andvirðinu að haga!“
En ei gekk annað þjóf til þess,
það vildi hann sér draga.
14.
Eins virti þetta annað lið
svo á það Jesús heyrði.
Bauð þeim: „Látið hana með frið,
gott verk hún mér gjörði.
Smyrslum því hellti hold mitt á,
hún bjó mér það til grafar.
Fátæka alltíð yður hjá,
en mig ei, munuð hafa“
15.
Ellefu þegar þagna brátt,
þenkti Júdas hinn illi,
svikanna fús um samandrátt,
sinn fésjóð svo að fylli.
Höfuðprestanna hitti ráð,
Herrann bauð þeim að selja.
Hétu þeir þá, að heyrðu það,
honum peninga að telja.
16.
Þenkti með sér: „Eg þanninn vil,
þetta silfur vel hreppa.
Eins sem fyrri, svo fellur það til,
að frá þeim mun hann sleppa.
Ef fæ eg þeim í hendur hann,
hverninn sem þeir hans missa,
áklaga mig þó enginn kann,
um peningana þessa!“
17.
Þangað Gyðinga fjöldi fór,
þá fréttu kominn vera.
Hann að sjá þeim var hugur stór,
því heyrðu hann tákn þau gera,
sem aðrir orka öngvir menn.
Og einninn skoða vildu
Lazarum þann, sem lausnarenn
lifandi vakti af moldu.
18.
Fór þá með Jesú fjöldi manns
því að þau teiknin stóru
sneru hjörtum margra til hans,
hreinlynd í trúnni voru.
Skriftlærðir af því lögðu ráð,
Lazarum skyldi deyða.
Sinni girnd þeir gátu ei náð,
Guð hann forðar við voða.
19.
Lítt eftir það til offurs bar
öllum lýðnum að taka
lambkorn eitt, sem án lýta var,
lögmálið bauð að baka.
Að oss leysti hans helgast blóð,
heim hann á ösnu ríður,
grét og þá yfir aumri þjóð.
Ósanna syngur lýður.
20.
Borgarfólkið það fagnar Krist,
fund hans helst allir kjósa.
Í kirkju Guðs hann kemur fyrst
og kenning gaf þar ljósa.
Kaupmönnum þar úthrindur hann
og hastar á skriftvísa.
Öfund og móð einn með því fann,
móti honum þeir rísa.
21.
Tóku þeir sér þá saman ráð,
svikin honum að veita.
Í miðri viku eftir það
allra þeir véla leita.
Þegar kom Júdas eftir fé
innan tveggja daga,
þar var Kristur á krossins tré
kvalinn mjög heiftarliga.
22.
Páskalamb vort, þú Kriste kær,
kjörinn veri oss að náða.
Um allt þitt hold var und og sár,
út rann þitt blóðið rauða.
Alla kristni þú þar með þvo,
þyrm oss óvina grandi.
Náðin þín hún næri oss svo
að náum vér föðurlandi.

*13.1 Er ritað svo bæði 1589 og 1619.


Athugagreinar

Sálmur þessi virðist milliliðalaus þýðing á sálmi Michaels Weisse, „Christus, wahrer Gottes Shon“.