Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 056 - Jesús á sínum krossi stóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 056 - Jesús á sínum krossi stóð

Fyrsta ljóðlína:Jesús Kristur á krossi var
bls.xxxiij
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBaB
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með sínu lagi.
Jesús á sínum krossi stóð
Með sínu lagi

1.
Jesús Kristus á krossi var,
kvaldist allur hans líkami sár
með hinni mestu pínu.
Sjö orð vor Drottinn sagði þar.
Haf þau í hjarta þínu.
2.
Fyrsta sýnir hans sætu náð,
sinn föður auðmjúkliga bað
um heill óvina sinna:
„Minn faðir, fyrirgef þeim það,
ei vita hvað þeir vinna!“
3.
Annað hans mikla miskunn tér,
minnast það jafnan skyldum vér.
Ræningja svo réð svara:
„Án efa skaltu í dag með mér
í mínu ríki vera!“
4.
Þriðja merkir hans mildu trú,
munaðarlausri hann segir nú:
„Sjá, þar er son þinn, kvinna.
Jóhannes, móðir þín er sú,
henni skalt umsjón inna!“
5.
Fjórða orð hans skalt festa í hug,
frelsarinn dýrt að keypti þig,
því sagði hann sig þyrsta,
hann girntist heill mannkynsins mjög,
hold hans sárt naglar nísta.
6.
Fimmta sýnir þér syndamátt,
son Guðs kallar á krossi hátt:
„Guð, því viltu mig forláta?
Harðliga kvelst allt holdið mitt,
yfrið mjög úr máta!“
7.
Sjötta orð Krists er einka sætt,
alla synduga fær það kætt,
hverjum í hug það kæmi:
„Uppfyllt er allt og öll synd bætt
með minni kvöl í heimi.“
8.
Seinast þér, faðir, fel eg í hönd,
framstígandi nú mína önd.
Eg bið þig, minn lausnara,
heilags anda mér huggan send
þá hlýt eg af heimi fara.
9.
Hver sem Guðs pínu heiðrar á jörð
og hugsar oft þau sjö Jesús orð
honum vill Drottinn hlífa,
hér með frið, en í himnadýrð
án enda lætur lifa.