Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 054 - Gloria laus et honor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 054 - Gloria laus et honor

Fyrsta ljóðlína:Lausnarinn kóngur Kristí
bls.xxxij
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þríkvætt AABB
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er einnig í sb. 1619, bl. 31–32; grallara 1607 (viðauka) og öllum gröllurum síðan og í s-msb. 1742. Lagið er bæði í sb. 1589 og grallara. Sálmurinn, 6 erindi, er þýðing á hymna, „Gloria, laus et honor“, eftir Theodulphus byskup í Orleans (á 9. öld). Bragarhætti frumtexta er ekki haldið í þýðingunni. Telur PEÓl að þýðingin sé eftir Ólaf Hjaltason. (PEÓl: Upptök, bls. 86-87)
Gloria laus et honor
Einn pálmadags lofsöngur, út af innreiðinni Kristí í Jerúsalem.
[Nótur]

1.
Lausnarinn, kóngur Kriste,
lof sé þér, dýrð, heiður mesti,
hverjum af hjarta sungu
hæsta lof sveinarnir ungu.
2.
Ísraels ert þú sómi
og Davíðs sonurinn frómi.
Blessaði yfirkóngur,
í nafni Guðs til vor gengur.
3.
Heiður þér hæstan veitir
hirð Guðs og tignaðar sveitir,
hver maður hér á jörðu,
heimur og skepnurnar gjörðu.
4.
Með pálma mót þér fóru
margt fólk sem Gyðingar vóru.
Með bænum, sálm og söngvum,
sjá! til þín auðmjúkir göngum.
5.
Áður en upptókst pína
prísuðu þeir komu þína.
Heiðraðan himni ofar,
hver vor nú gjarnan þig lofar.
6.
Líkaði lofgjörð þeirra,
lít nú á þjónustu vora.
Allt gott þér líka lætur,
líknsami kóngur ágætur.