Áttundi vikusálmur: Miðvikudags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 8

Áttundi vikusálmur: Miðvikudags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Drottinn guð dýrðarmildi
bls.A10r – (bls. 27–30) Í stafrænni endurgerð: 28 [24]
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) þrí- og ferkvætt AbAbCdCdEfEf
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Tón: Frið veittu voru landi, etc.
1.
Drottinn, guð, dýrðarmildi,
sem daginn hefur til birtu sett,
á honum einnig skyldi
erfiða hvör í sinni stétt,
og af nóttunni aftur
að lýjast verkum frá
að mannsins mæddur kraftur
mætti svefnværðum ná.
Soddan líkn guð oss gefur
sem getur nær veikleik manns,
allt hvað andardrátt hefur
almættið prísi hans.
2.
Í þínu náðar nafni
nú geng ég minnar hvílu til,
blessa þú öll mín efni
uppá það glaður sofa vil.
Eg má þó aumur játa,
það angrar af hjarta mig
að eg í margan máta,
minn guð, hef styggðan þig.
Meður ranglæti mínu
margt illt þá hafðist að
og í augliti þínu
ekkert gott forskuldað.
3.
Nú þó samvisku særa
syndanna stærð og illgerð mín.
Ó! Minn faðir ástkæri
aftur kem ég nú samt til þín.
Fyrirgef glæpi alla
sem gjörði eg móti þér
særður af synda galla,
sýndu vægð aumum mér;
burt kasta ei barni þínu,
blessaði hirðir minn,
fyrir frelsarans pínu
er friðþægði lýðinn sinn.
4.
Ó, faðir, faðir kæri!
Faðir vors sæla lausnarans,
mundu nú sjálfs þíns særi
að syndugs viljir ei dauða manns,
heldur að hann sér snúi
að hjarta og betri sig
eg því af efa trúi
að undan ei tókstu mig;
Ó, þú mín elskan sæta,
áhrær mitt hjartans þel,
lát mig svo líf mitt bæta,
eg læri að deyja vel.
5.
Í nótt og allar stundir
augliti þínu til mín snú,
vernd þinna vængja undir
vil eg ókvíðinn sofa nú.
Mig svo og alla mína,
minn líkama og önd,
eg fel í umsjón þína,
umfaðmi mig þín hönd:
sértu ljós sálar minnar,
set eg mitt traust á þig,
nokkra ógn næturinnar
nálgast lát ekki mig.
6.
Höndin þín helg afvendi,
háska og öllu frá mér snú
illu yfirhangandi
ef það kynni til falla nú,
voldugur vel mín gæti
verndar armleggur þinn
ógn svo að öngri mæti
önd né líkami minn,
órósemd illra drauma
og allt hvað sælu kann þjá,
ónytsamlega og auma
áhyggju tak mér frá.
7.
Miskunnar faðirinn mildi
miskunna öllum kristnum þeim,
er þitt eilíft ráð vildi
úrvelja sér um þennan heim,
lækning þeim veiku vertu,
vesölum hjálp og skjól,
oss í nótt öllum sértu
ein fögur gleðisól.
Til sængur geng ég glaður,
guð vaki yfir mér,
vel er ég þá verndaður
vært svo hvílist í þér.
8.
Gef mér að morgni aftur
megi eg glaðvær lofa þig,
þinn góði guðdóms kraftur
gjöri framvegis vel við mig.
Vilji þinn á mér verði,
vertu mér náðugur,
farsæl og mitt framferði,
faðir almáttugur:
lát mig með hegðan hreina
halda svo boðorð þín
að þér til lofs alleina
ævinnar stund sé mín.