Tólfti vikusálmur: Föstudags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 12

Tólfti vikusálmur: Föstudags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Himneski herrann mildi
bls.B3v – (bls. 38–41) Í stafrænni endurgerð: 42 [38]
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCCd
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
Tón: Hæsti guð herra mildi, etc.
1.
Himneski herrann mildi
húm dagsins tómið er,
þín guðdóms gæskan vildi,
greindust að tímarner,
svo einn dag eftir annan
eg kem dauðanum nær,
þá fæ eg fögnuð sannan
fyrst Jesús yfirvann hann;
hvíld mín því verður vær.
2.
Ó, þú elskulegasti
endurlausnarinn trúr,
hjartans huggarinn besti,
heill mín og verndar múr,
meðkenni eg miskunn þína
mér sem enn hefur veitt,
sanna meðaumkun sína,
sálu bevarað mína,
frá hvers kyns háska leitt.
3.
Sonur guðs, Jesú sætur,
sannur Emanúel,
sem að oss gefur gætur,
geymir frá illu vel,
Ó, guð, gæfi eg kunni!
þitt aumt og vesælt barn,
þóknast svo elsku þinni
sem þú ert sálu minni
mildur og gæskugjarn.
4.
Guð náði gleymsku mína,
guð betri slíka synd;
hvar eg með hátign þína
hefi styggt, aum mannkind.
Ó, hvað mig mætti trega!
mín sála, gæt að því,
og það rétt yfirvega
að við þanninn daglega
göngum fram glæpum í.
5.
Nú með því næturrökkur
nálægir myrkur sín
kem ég fram hjartaklökkur
krossfesta elskan mín!
Minnstu ei synda minna,
margfjölda þeirra gleym,
veit mér þeim bót á vinna
vegna blóðunda þinna
vernda mig vel og geym.
6.
Náð þín í nótt mér hlífi,
náð þín mig bevare,
yfir öndu og lífi,
ætíð inn friður sé.
Láttu ógn nætur eigi
ónáða kunna mig
Unn mér eg aftur megi
á a[...]komanda degi,
ljóssins guð, lofa þig.
7.
Hugga í hörmum sínum
hjörtu trúaðra fróm,
upplyftu augum þínum
yfir þinn kristindóm:
herra, þitt blóðið hreina
hjá oss nú finni stað.
Lífkröftug lækning meina,
lát ei manneskju neina
á sér ónýta það.
8.
En í nótt nálægð þína
og náðarljós fagurt þitt
láttu ljóma og skína
legurúm kringum mitt,
í því mín öndin vaki
en holdið leiti sér
hvíldar og hressing taki,
hjartað samt til þín kvaki,
sef eg þá sætt í þér.
9.
Veit mér, lausnarinn ljúfi,
lífst meðan dvelst eg hér,
að minn allan hafi
andar fögnuð í þér,
þangað til þú mig kallar
þessari mæðu frá
í dýrð til himna hallar
hvar eg um aldir allar
auglit þitt sælt mun sjá.
10.
Heyr þú nú herra sætur,
hvörs eg grátbæni þig,
á villtu veraldar stræti
villast lát ekki mig:
héðan vill hjartað leita,
hefur að girnd til þín,
þetta virstu mér veita
vegna þíns kærleiks heita.
Amen, það ósk er mín.


Athugagreinar

2.4 Í bókinni stendur „helli mijn“
6.8 Fyrsta orðið er ógreinanlegt í stafrænni endurgerð