Níundi vikusálmur: Fimmtudags morgunn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 9

Níundi vikusálmur: Fimmtudags morgunn

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Heilagi guð og herra minn
bls.A10v – (bls. 30–33) Í stafrænni endurgerð: 34 [30]
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBcDDcD
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Tón: Lof sé þér guð fyrir liðinn dag, etc.
1.
Heilagi guð og herra minn,
heiður sé nafni þínu,
enn má eg prísa almátt þinn
af öllu hjarta mínu
sem allt frá minnar æsku tíð
og allt að þessum degi
mér enn brást eigi,
heldur hefur þín blessan blíð
bevarað mína vegi.
2.
Fram fyrir ástar auglit þitt
auðmjúkur vil eg koma
enn með lofgjörðar offrið mitt
á þessum morguntíma
þakkandi, faðir, þinni náð
þessa næturvernd hýra
og dásemd dýra;
og í dag bið eg enn þitt ráð
athöfn minni að stýra.
3.
Af þinni miskunn er það skeð
að eg syndugur maður
er nú með hughraust hjarta og geð,
heiðbrigður, uppvaknaður;
ástar þakklæti þér sé tjáð
fyrir þína velgjörð alla
og vernd gjörvalla
þúsundfalda af þinni náð
er þú lést mér til falla.
4.
En hvað mætti eg aum mannkind
angraður fyrir þér gráta
þá eg minnist á mína synd
margdrýgða, sem eg játa:
hjartað þá sára hugraun ber
að eg hef ei sem bæri
og verðugt væri
viljað hlýðugur vera þér
væg þú mér, faðir kæri.
5.
Minnstu þíns sonar árnan á
og hans sárustu pínu,
illgjörðum mínum öllum frá
augliti snú þú þínu,
fyrir þitt nafn, ó, faðir! nú
forþénta reiði sefa
eg veit án efa
misgjörðir allar munir þú
mér af náð fyrirgefa.
6.
Aumur bið eg þig enn á ný
að hjá þér miskunn sinni.
Burt skúfa mér ei bræði í
barnkind vesælli þinni:
þú ert minn faðir eilífð frá
er það þitt nafn háleita,
mér virstu veita,
minn góði drottinn, gæfu þá,
guðs barn rétttrúað heita.
7.
Eg flý nú, herra, enn í dag
undir væng náðarinnar,
biðjandi þig minn blessa hag
af brunni gæsku þinnar.
Allan mig fel eg í þitt skaut
með önd, heilsu og lífi,
hönd þín mér hlífi,
leiði hún mig á lífsins braut
leystan frá heimsins kífi.
8.
Vertu öllum sem óttast þig
eilíft ljós og hjálpræði,
blessa mitt líf og metta mig
með lífs og sálar fæði;
láttu það allt vel lukkast mér;
líka verðugt þakklæti,
eg greitt þér gæti
fyrir daglegt brauð sem þigg eg af þér,
það veittu, guð, minn sæti.
9.
Voldugi guð, mér vert þú hjá,
vernda þú tungu mína
ónytsamlegum orðum frá
er styggja mildi þína,
svo þér til dýrðar, drottinn minn,
í dag allt mitt framferði
velskikkað verði
svo afmáist fyrir anda þinn
illverkin sem eg gjörði.
10.
Lát mig, herra, svo lifa hér
ljúfum að vilja þínum,
svo ég daglega þóknist þér,
þarfur náunga mínum:
freslarans, Jesú, faðmi í
fagni von og preigi,
sæll síðan deyi:
og með útvöldum eymdafrí
eilíft lof, guð, þér segi.