Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bænarvers eignað lögmannninum hr. P.J.S. Vídalín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænarvers eignað lögmannninum hr. P.J.S. Vídalín

Fyrsta ljóðlína:Jesú hjartans hugsvölun mín
bls.F3r
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður) fer,- þrí- og kvætt aaBccBOoDD
Viðm.ártal:≈ 1700
Tímasetning:1700
1.
Jesú, hjartans hugsvölun mín,
hjartað og sálin flýr til þín,
angruð af ýmsri stríðu.
Syndin mín þjakar aumri önd
óttast má eg þinn veiðivönd.
Æ! Væg og veit mér blíðu.
Jesú! Jesú!
Gef mér náð og gef mér náð
svo glatist eigi
þreng mér ekki frá þínum vegi.
2.
Eg fel sál mína, æru og líf
embætti og ráð allt þinni hlíf,
Jesú, mín hjálparhella!
Augunum mæni eg til þín,
ástarþeli vend þú til mín.
Hvað helst sem vill meg hrella.
Jesú! Jesú!
Frels mig af flærðarnót
og fjanda minna.
Eg skal þér lofgjörð um ævi inna.