Ellefti vikusálmur: Föstudaga morgun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 11

Ellefti vikusálmur: Föstudaga morgun

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Ástúðlegasti, ó, Jesú
bls.B2v – (bls. 36–38) Í stafrænni endurgerð: 40 [36]
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcdcd
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Tón: Hvar mundi vera hjartað mitt, etc.
1.
Ástúðlegasti, ó, Jesú,
unnusti hjartkær minn,
verndandi mig í nótt enn nú,
nálægur kraftur þinn;
hressti sál mína hvíldin sú,
heill er og líkaminn.
Var mér svo þessi verndin trú,
vanmátt eg öngvan finn.
2.
Ó, hvað með glöðu hjarta hér
hvíld minni geng ég frá,
önd mín fagnandi þakkar þér,
þú guðdóms eignin há.
Næturhvíld þá sem nú gafst mér
nóttu liðinni á
og aðrar slíkar ástgjafir,
æ þær fulltelja má.
3.
Eg bið harmþrungnu hjarta með,
herra, fyrirgef mér
öll mín afbrot sem eru skeð,
önd mín því kveinar sér;
syndinni hef eg hjartað léð,
herbergi þitt sem er,
andvarpar því mitt grátið geð,
guð minn, um vægð hjá þér.
4.
Stjórni í dag þín mildi mér,
minn guð, og alla tíð,
líf mitt gjörvallt og hegðun hér
hönd þín fram leiddi blíð.
Aðhyllist gott sem iðka ber,
illt varist fyrr og síð
svo heppnist nær eg héðan fer
hvíld eftir unnið stríð.
5.
Efl mín von, mitt traust og trú
til þíns blóðs, Jesú minn,
því friðþægingarfórnin sú
færði mér ávöxt sinn;
á þessum degi, drottinn, þú
dauðan líkama þinn,
greftrast lést svo gjörðir nú
gleðisvefn dauða minn.
6.
Gef þú mér náð, eg gæti að því,
greftrist syndir mínar,
þínum djúpu blóð-undum í,
allar svo hyljist þar
svo aldrei drottni uppá ný
í mér rót vonskunnar;
leið mig af öllum löstum frí
í ljósi guðrækninnar.
7.
Frelsarans Jesú fangið blítt
faðmi mig örmum tveim
önd mín, líkami og allt sé mitt
ætíð verndað af þeim.
Eins og sjáaldur augna þitt,
elsku faðir mig geym,
lát öll mín verða afbrot kvitt
áður en skilst við heim.
8.
Fyrir þitt blóð og beiskan deyð
barn þitt eg dýrkeypt er,
verk minna handa vel fram greið
svo verði til lukku mér,
yfir þá alla blessan breið
brauðs sem rétt afla sér
hjálpaðu þeim í hvers kyns neyð
sem hafa sitt traust á þér.
9.
Þegar vér heimi förum frá
í föðurlandið inn,
lífið vort vera láttu þá
líknsamur dauða þinn.
Þín helg gjör sé vor hvíld, þar má
hægt sofa líkaminn
í sæluvist þér sjálfum hjá,
svo leið oss Jesú minn.


Athugagreinar

8:6 Í bókinni er prentað: „brauds sem rett abla fier“.