Fimmti vikusálmur: Þriðjudags morgun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 5

Fimmti vikusálmur: Þriðjudags morgun

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Allra elskulegasti
bls.A6r – (19–22) Í stafrænni endurgerð: 23 [19]
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
Tón: einn herra eg best ætti, etc.
1.
Allra elskulegasti
endurlausnari minn,
kær herra Jesú Kristi,
kraft vil eg prísa þinn.
Mig til dagsljómans leiddir
lof og heiðri sé þér,
myrkrunum aftur eyddir,
þau urðu að sleppa mér.
2.
Minn guð af gæsku þinni
geymdir mig þessa nótt,
á lífi, sál og sinni,
svo mér er vært og rótt.
Lentir svo lífi mínu,
lukku og friðarhag,
út af almætti þínu
allt fram á þennan dag.
3.
Ó, Jesú, ástúðlegi
þitt elskuhjartað ber
á hverjum einum degi
umhyggju fyrir mér
og mig svo yfirskyggir
af þinni miklu náð.
Hvað sem mitt hjarta hryggir
huggar sig önd mín þjáð.
4.
Eg kann í öngvan máta,
ástríki frelsari!
þakklæti það fram láta
sem þér sé bjóðandi.
Þú, gæskan þúsundfalda,
sem þar fyrir verðugt er,
yður að endurgjalda
allt gott sem veittir mér.
5.
Öll mín verk eg meðkenni
aum og vesöl mannkind
eru í augsýn þinni
eitt ranglæti og synd;
en þú sem brot mín bættir
og barst vorar misgjörðir
síðan við föðurinn sættir.
Syndugum bið fyrir mér.
6.
Er mér gjörðir útvega
ást við guð, föður þinn,
láttu þín tár og trega,
trúfasti Jesú minn,
ávaxtarlaus ei vera
á mér nú syndugum
heldur mig hólpinn gera
og hreinan af illverkum.
7.
Fyrir þinn ástaranda
í dag mér stjórna þú,
lát mig stöðugan standa
í sterkri von og trú,
frá vondum véla heimi
verndi mig náð þín skær,
hún mig hættulaust geymi,
hún sé mér ætíð nær.
8.
Eg befel umsjón þinni
allan mig þennan dag,
líkama sál og sinni
sjá þú best um minn hag.
Virstu og vel fram leiða
verk minna köllunar
og embættis ómak greiða
allt mér til farsældar.
9.
Guð, af nægð gæsku þinnar,
gef þú mér deildan vörð,
umhyggju andar minnar
eg fel þér hér á jörð.
Fæ eg þá fyrr og síðar
fullnægju alla vel.
Þér gjöri eg þakkir þýðar,
þú, minn Emanúel.