Þriðji vikusálmur: Mánudags morgun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 3

Þriðji vikusálmur: Mánudags morgun

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Gæskuríkasti guð minn kær
bls.A3v – (14–17) Í stafrænni endurgerð: 18 [14]
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Með tón: Heiðrum vér guð af hug og sál
1.
Gæskuríkasti guð minn kær,
gleður þig dagsins sómi skær,
eg kem nú glaður á þinn fund
um þessa góðu morgunstund,
fallandi niður flatur þar
fyrir skör þinnar hátignar
með lotning skærstu lofgjörðar.
2.
Nú hefur vel þín náð umskipt,
næturmyrkrunum frá mér svipt;
og látið mig auman mann
upp aftur rísa heilbrigðan.
Ó, hjartans faðir! Höndin þín
hefur enn verið skjaldborg mín
með guðdóms náðargeymslu sín.
3.
Satan hefur með sinni makt
sínar snörur forgefens lagt,
geymdi mig drottins gæskan hrein,
granda ei kunni nokkurt mein.
Munnur og tunga miklar þig
mín sál í þér nú gleður þig,
sem svo vel hefur verndað mig.
4.
Framar bið eg þig faðir kær,
fyrirgef þú mér syndir þær
sem ungur og gamall eg hefi drýgt;
angrar mig nú af hjarta slíkt:
minnstu ei þeirra, minn guð nú,
miskunnsemd þinni til mín snú.
Veikan mig styrki vonin nú.
5.
Lát þína engla enn í dag,
annast míns lífs og sálar hag,
vegum mínum svo verði eg á
verndaður [..] um háska frá
því að eg fel í þína hönd,
þú, minn skapari, líf og önd!
Mýk þú vor allra mein og grönd.
6.
Geymi mig blessuð gæska þín,
gef þú ei nálgist illt til mín,
vertu mitt skjól og skjöldur trúr,
skjaldborg, verja og hlífðarmúr.
Blessi nú inn- og útgang minn
almættis dýrðarkraftur þinn
þennan morgun og sérhvört sinn.
7.
Harmandi alla hugga þú,
heilbrigði gef þeim sjúku nú,
nauðstöddum sértu voldug vörn,
vernda þú, guð, þín freistuð börn,
og ef mótlætis eitthvert ský
yfir mig kæmi heimi í
styrk þú minn kraft í stríði því.
8.
Ástríki faðir enn í dag,
allt mitt blessa þú vinnulag,
erfiðis mæðu allsháttar
einnig verk minnar kallanar;
til ónýtis svo ei það sé
en þér til dýrðar mætti ske:
blíði faðir það bænheyre.
9.
Lát mína sálu þenkja um þig,
í þínu orði gleðja sig,
í mínu hjarta halda þér
og hafa þinn ótta fyrir mér,
kristilega að lifa nú,
líka deyja í sannri trú,
fyrir blóð Jesú það bænheyr þú.
Amen