Esjan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Esjan

Fyrsta ljóðlína:Ástkæra fjallið, Esjan háa
bls.78
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt:AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 0

1.
Ástkæra fjallið, Esjan háa.
um þig skal kveða ljóð á ný,
við sem að gnæfir bogann bláa
búningi vetrar köldum í;
líta þig hvarma ljósin á,
ljómandi ertu' og tignarhá..
2.
Svanfögur móti sól í heiði
silfurhvítt núna brúkar traf;
einatt þó vinda öldur freyði
öruggar fram um skýja haf,
ekki þú bifast, hrein og há,
hnjúkadrottning við sjóinn blá.
3.
Blessuð á meðal búðu fjalla,
brúsandi fram um Ránar hvel;
lofa skal þig um ævi alla
uns mig að burtu tekur Hel;
búa ég kýs við brjósti þín
bjarthærðri meður klæða Lín.