Fjórði vikusálmur: Mánadags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 4

Fjórði vikusálmur: Mánadags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Enn er dags tíðin útenduð
bls.A5r – (17–19) Í stafrænni endurgerð: 21 [17]
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt aabbcc
Viðm.ártal:≈ 1750
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skjábirtingar.
Tón: Faðir vor sem á himnum ert, ect.
1.
Enn er dags tíðin útenduð
elskuríkasti faðir og guð,
á hvörjum ástaraugun þín
enn hafa litið hýrt til mín
og náðarforsjón föðurlig
frá öllum háska verndað mig.
2.
Hjartanlega eg þakka það
þig sem hefur mig bevarað,
grátbæni eg af auðmýkt þig;
í Jesú nafni, bænheyr mig,
góði faðir og gef mér kvitt
glæpugt syndalíferni mitt.
3.
Með hvörju, æ það angrar mig
að eg í dag hefi móðgað þig
í öllum mínum athöfnum,
orðum, gjörðum og hugsunum:
drottinn minn, synd ei dylst fyrir þér,
drottinn, syndugum væg þú mér.
4.
Ó, hjartans faðir, minnstu míns
meðalgangara sonar þíns
og lausnargjalds sem lét fyrir mig,
ljúfi faðir, eg blíðka þig.
Vegna Jesú verðskuldunar,
væg þú mér brunnur gæskunnar.
5.
Líknsami faðir, lít til mín,
ligg eg ber fyrir augum þín,
hrætt og skjálfandi hjartað er
herra, syndugum líkna mér.
Minna glæpa ei minnstu nú,
miskunnar auga til mín snú.
6.
Lát þína hlífð og gæsku gnótt
gæta mín vel um þessa nótt,
líkama sál og lífið mitt
legg eg nú, guð, á valdið þitt
frá óvinum mínum og illum heim
alla mína og mig þú geym.
7.
Lát öngva plágu, eymd né sótt
yfir mig koma þessa nótt,
vertu hjá oss, vort hjálpræðe
þinn hlífðarvængja skuggi sé
athvarf mitt, skjól og einkatraust
eg mun þá lofa hættulaust.
8.
Sorgmæddra hjörtu harmþrungin
hugga þú sjálfur, Jesú minn,
þinn sterki kraftur styðji þá
sem stríðir nokkur freisting á.
Þinna útvaldra allra hjörð
annast og geym þú hér á jörð.
9.
Nú fer venjuleg hvíld í hönd
herra, þér fel eg líf og önd,
þín englafylking elskulig
enn í nótt geymi og veki mig
drottni til lofs þegar dagurinn skín,
drottni sé lof fyrir verkin sín.