Fjórtándi vikusálmur: Laugardags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 14

Fjórtándi vikusálmur: Laugardags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Ó, hvað mikil þín miskunn er
bls.B74 (bls. 45–48)
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og tvíkvætt aabbb
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
1.
Ó! hvað mikil þín miskunn er,
mildasti Drottinn, samjöfn þér,
ómælanlag frá eilífð sú,
það er mín trú,
svo er hún stór sem sjálfur þú.
2.
Soddan miskunn var sæl og blíð,
sál mín, um liðna dagsins tíð,
okkur gefin af guðdóms náð
með gæsku dáð.
Hönum sé dýrð um himin og láð.
3.
Þessi dásamleg hjálp og hlíf
hefur frá slysum geymt mitt líf.
Varð því við öngvum háska hætt
en hjartað kætt
lof mínum Guði syngur sætt.
4.
Framar bið eg minn faðir þig
fram haltu þinni náð við mig.
Afmá þú mínar mótgjörðir,
mig tak að þér.
Nauðstöddum ekki neita mér.
5.
Yfirgef þú mig ei, minn Guð,
þitt auma barn í minni neyð
vegna þíns sonar sáraflóðs,
þess sæta blóðs
sem út er runnið oss til góðs.
6.
Kom minn Jesú, Guðs kæri son,
með kröftuga þína fyrirbón
til lífs og sálar hjálpar hér,
í hjarta mér.
Seg þú: Minn friður sé með þér.
7.
Minn vertu lærimeistari,
mildur Guð, andinn heilagi,
hvörja stund er þín hjástoð ný,
ég huggast því
breiskleika mínum öllum í.
8.
Ó, þú háblessuð þrenning þýð!
þinn náðarvæng eg undir skríð,
gæti mín vel í nótt en nú
þín nálægð sú
hún sé mitt skjól og skjaldborg trú.
9.
Svo sem þitt barn vel varðveittan
vera lát mig og óhultan,
hæga svefnró og hvíldir fá,
háska, neyð, þrá,
sonur Guðs, Jesús, svipt mér frá.
10.
Allt mitt svo fel ég á þitt vald,
ó, minn Jesú, mitt lausnargjald,
öndina, líf og æru mín,
í umsjón þín
meðan hérvistar dvöl ei dvín.
11.
Ó, Jesú, vak þú yfir mér,
öngva skaðsemd lát hreyfa sér.
Óttalaust sef eg upp á það
sem eg um bað.
Höndin þín sæl mér hjúkri að.
12.
Hylji nú síðast hvílu mín
heilög purpurakápa þín
með því blóðsteikni ádreifðan
sem af þér rann.
Láttu mig vera verndaðan.
13.
Í hjarta mínu hvíld þér bú
heilagi guðdóms andi nú
svo eg í mínum svefni hér
síst gleymi þér
hvörs kyns þraut sem að höndum ber.
14.
Þríeini Guð í þína náð
þessa nótt fel eg allt mitt ráð,
líkna þú mér í lífi og deyð,
leys mig frá neyð,
yfir mig þína blessan breið.
15.
Þegar dagsljóma skinið skært
skugginn nætur fær burtu hrætt
láttu sál mína lofa þig,
leið síðan mig
fram á þann rétta friðar stig.
16.
Æra sé þér og æðsta dýrð
af engla og manna tungum skírð,
heilaga þrenning himnum á
halelújá
um allar aldir. Amen já.