Auður og örbirgð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Auður og örbirgð

Fyrsta ljóðlína:Á bifreiðum hendast þeir heimsenda á milli
bls.290-291
Bragarháttur:Átta línur (þríliður+) ferkvætt:AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0

1.
Á bifreiðum hendast þeir heimsenda milli,
í höllum þeir búa, sem gnæfa við sól,
er keyptu við blóðpening hverfula hylli
af hinum sem vantaði dagverð og skjól.
Þeir ferðast á kostnað hins farlama, snauða,
sem fyrir þá kröftunum sárneyddur sleit,
er ástvinum hans lá af hungri við dauða
og huganum ógnaði' að komast á sveit.
2.
Sjá, skartbúnar fylkingar féglæframanna,
er flykkjast í kauphallar iðandi sveim!
Hve lítils er metið þar manngildið sanna:
Það miðast við ágóða' á rökstólum þeim!
Nei, mannúð og kærleikur kemst ekki nærri
þeim kauphallar drottnum, — það stórskotalið
er þrándur í götu og hann jafnvel hærri
en hergögn og styrjaldir alþjóðafrið!
3.
Því ágirndin veldur að aldrei þeim semur,
er auðsælust, voldugust ríki' eru' í heim.
En samkeppni' í friði, — þú kemur, þú kemur!
því kærleikinn sigrar að lokum í þeim,
er jafnaðarmenn hætta' að svíkja sig sjálfa
og samsekir verða' ekki lengur um það,
sem víta þeir mest, — þetta veila og hálfa
og viðsjála lið, sem fer málhvatt af stað!