Annar vikusálmur: Sunnudags kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikusálmar Þorvalds Magnússonar út af bók doktors Johannis Lassenii 2

Annar vikusálmur: Sunnudags kvöld

VIKUSÁLMAR ÞORVALDS MAGNÚSSONAR ÚT AF BÓK DOKTORS JOHANNIS LASSENII
Fyrsta ljóðlína:Hæstur guð faðir himnum á
bls.A2v – (bls. 12–14) Í stafrænni endurgerð: 16 [12]
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aabbb *
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Bjarki Karlsson samræmdi stafsetningu og bjó til skábirtingar.
Tón: Hæstur hvar til hryggist þú
1.
Hæstur guð faðir himnum á,
herra míns lífs og drottinn sá
ríkir allsráðande.
Öll þín verk sem á oss ske
eru þau alúð og sannleike.
2.
Þú hefur mínum heilsuhag
haldið við lífið þennan dag
og allt gott auðsýndir
og fyrir illu forðað mér
faðir himneskur, lof sé þér.
3.
Fyrir þinn kraft og mikla mátt
minn þú verndaðir andardrátt;
lofi þig munnur minn;
önd mín og tunga sérhvert sinn
sætlega prýði almátt þinn.
4.
Framvegis hjálpa, faðir, mér
fyrir þitt nafn sem eilíft er:
ert þú einn endalaust.
Ísraels huggun, hjálp og traust:
heyrðu nú minnar bænar raust.
5.
Afmá þú mína misgörð því,
minn guð! sem aðra þoku og ský;
hreinsa samviskusár
svo hún verði af syndum klár
sonar þíns fyrir blóð og tár.
6.
Umsjón þín vaki yfir mér,
eilífur guð, eg treysti þér
og bið af auðmýkt þig;
sjá þú, nóttin nálægir sig,
nú var þar dimmt í kringum mig.
7.
Ó, þú mítt sæla andarskjól!
Ó, þú mitt ljós! Mín fagra sól!
Sem alla upplifir.
Undirgakk þú nú ei hjá mér,
allt mitt hjarta svo tak að þér.
8.
Set þá eldlegu englavakt
allt um kring, svo hvíki eg svakt
þeirra vernd voldug sé.
Á mínu lífi, æru og fé
ekkert vont mig kunni að ske.
9.
Veittu nú sæta svefnró mér,
sál mína, drottinn, fel ég þér,
öll mín von einn ert þú;
Í þínu nafni og traustri trú
til minnar hvíldar leggst ég nú.
10.
Skýli mér vængjakjólið þitt,
skuggi þeirra sé athvarf mitt
takðu enn æ að þér
sál mína og líf og allt hvað er
af þinni mildi gefið mér.
11.
Lát mig að nætur liðnum blund
lofa mitt nafn um morgunstund,
verði þinn vilji á mér;
fyrir þíns sonar fórn sem er
til friðþægingar offruð þér.