Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Breiðfirðingavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Breiðfirðingavísur

Fyrsta ljóðlína:Gyllir sjóinn sunna rík
bls.58–61
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1924
1.
Gyllir sjóinn sunna rík,
sveipast ró um Faxavík.
Esjan glóir gulli lík,
gleði bjó mér fegurð slík.
2.
Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn;
vermist mjallar vanginn þinn,
vesturfjalla kóngurinn.
3.
Í landsins hjarta lifði þar
ljósið margt, sem fegurð bar.
Nú er bjart við Breiðamar,
búin skarti kveldsólar.
4.
Munu enn á æskuslóð
afbragðsmenn og tignarfljóð,
í sem rennur breiðfirskt blóð,
brim í senn og ástarglóð?
5.
Breiða- fyrst í -firðinum
fékk ég vist á bátunum
hjá aflaþyrstum, þrekmiklum
þrauta og lista formönnum.
6.
Bundu þeir ærinn ægiskraft,
að þó bæri lagið knappt,
eins og þeim væri' í eðlið skapt,
afl að færa á brimið haft.
7.
Happalúkum hraðvirkum
þeir hækkuðu dúk á bátunum,
létu fjúka í ferhendum
og fram hjá strjúka holskeflum.
8.
Faldasunna sál var heið,
þær saumuðu, spunnu, stýrðu skeið,
þeim var kunnug láar leið,
lögð yfir grunna svæðin breið.
9.
Öllum studnum starfsamar,
styrkum munum konurnar
ýttu á sundin árarmar,
öxluðu og bundu sáturnar.
10.
Hyldu ísar hafflötinn,
hætti að lýsa dagurinn,
ljóðadísin leit þá inn,
lagaði vísur hugurinn.
11.
Hver sér réði rökkrum í,
rétt á meðan áttum frí;
þá var kveðið kútinn í,
kvikanði gleði oft af því.
12.
Vetrar löngu vökurnar
vóru öngum þungbærar,
við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.
13.
Ein þegar vatt og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.
12.
Teygjast lét ég lopann minn;
ljóða metinn söngvarinn
þuldi hetju þrekvirkin;
þá var setinn bekkurinn.
15.
Þar frá landi lífs míns far
lagði í andbyr gæfunnar.
Fyrir handan fjöll og mar
fann ég strandir ókunnar.
16.
Gefa þér hygg ég hjarta og önd,
hugurinn tryggir sér þín lönd.
Æ meðan byggist ey og strönd
yfir þig skyggi Drottins hönd.