A 008 - Hymn. Agnoscat omne Seculum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 008 - Hymn. Agnoscat omne Seculum

Fyrsta ljóðlína:Játi það allur heimur hér
bls.v-vj
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1589
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í sb 1619, bl.5; sb. 1671, bl. 4; sb. JÁ. 1742, bls. 12–13; sb. 1746, bls. 12–13; sb 1751, bls. 12–13; grallara 1607 (í viðauka um jólatímann) og öllum gröllurum síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er þýðing á latneska sálminum „Agnoscat omne seculum“ eftir Venantius Fortunatus síðast biskupi í Poitiers (d. 609). Þýðingin er nákvæm og virðist gerð beint eftir latneska frumtextanum (PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 65–66).
Ljóðlínur eru nokkuð mislangar þótt í heild beri líklega að líta á háttinn sem aukna samhendu.
Hymn. Agnoscat omne Seculum
[Nótur]

1.
Játi það allur heimur hér,
hjálpræði lífsins komið er.
Óvinarins þá ánauð þver,
endurlausnin varð opinber.
2.
Esaías hvað orti fyrr,
af meyjunni framkom þar.
Engill Drottins þann boðskap bar
af blessuðum anda fullgjört var.
3.
Af trúuðu sæði María mær
meðtók orðið Drottni kær,
hvörn allur heimur ei haldið fær,
hann bar í lífi meyjan skær.
4.
Blómgast rót Jesse sanna sú,
svo einninn frjóvgast vöndur nú.
Ávöxtinn téði ólétt frú,
óbrugðin mey var móðir þó.
5.
Í jötu lét sig leggja þann
sem ljósið öllum fyrstur fann.
Með föður skapaði himna hann,
hvörn móðir reifum vafði mann.
6.
Hann sem lögmálið heimi bauð,
hvör einninn setti þau tíu boð,
einn maður sjálfur gjörðist Guð,
gekk undir lögmálsins ánauð.
7.
Adam saurgaði eldri flest,
Adam nýi það þvoði best.
Metnaður hins hvað lækkaði verst
hóf lítilæti þessa mest.
8.
Veittist öllum líf, lausn og trú.
Liðin nótt, sigraður dauði nú.
Kom hingað þjóð og trú þú,
að Guð fæddi María jómfrú.
9.
Dýrð verði jafnan, Drottinn, þér,
sem af meyjunni fæddur er,
með föður og helgum anda hér,
héðan af og um allar alder.