Undir svefn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Undir svefn

Fyrsta ljóðlína:Að spilla heyjum reiknast sjálfsagt synd
bls.136
Bragarháttur:Fjórar línur (o tvíliður) fimmkvætt:aBaB
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kristján Eiríksson bjó til skjábirtingar.
I
Að spilla heyjum reiknast sjálfsagt synd
en sængin reynist mjúk er taðan gefur.
Á morgun bóndinn bölvar þeirri kind,
sem beðjar heyið, meðan fólkið sefur.

Mig saka varla Buslubænir hans
— hann bölvar hæst og mest ef smár er skaðinnn —
ef breyti eg eftir boði frelsarans
og blessa þennan heiðursmann í staðinn.

II
Um þreytta limu líður sælukennd.
Ég lít með brosi yfir farna vegi
og hlægir það, er aftur upp ég stend,
hvað yfirstíga má á næsta degi.

Og er það ekki mesta gæfa manns
að milda skopi slys og þrautir unnar,
að finna kímni í kröfum skaparans
og kankvís bros í augum tilverunnar?