Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 34 - Nisi quia. Psalm. CXXIIII. Um þakkargjörð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 34 - Nisi quia. Psalm. CXXIIII. Um þakkargjörð

Fyrsta ljóðlína:Ef Guð væri ekki með oss nú
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.36
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögnin er upphafsorð 124. Davíðssálms á latínu en Lúther orti þennan sálm út af honum, War Gott nicht mit uns diese Zeit. Sálmur Lúthers er þrjú vers. Marteinn biskup hefur farið eftir hinni dönsku þýðingu, Var Gud ikke med os denne Tid, enda lofgerðarversið í lokin 
tekið þaðan með. Þýðingin finnst ekki annars staðar. Í Sálmabók 1589 er sálmur þessi í tveimur gerðum. Sá fyrri (nr. 177) er þrjú vers, Væri nú Guð oss eigi hjá, Ísrael segja mætti. Síðan er Sami sálmur með öðrum hætti: Ef Guð er oss ei sjálfur hjá (nr. 178).
Nisi quia. Sálm. CXXIIII.
Um þakkargjörð

1.
Ef Guð væri ekki með oss nú
Ísrael mun þá segja:
Ef Guð væri ekki með oss nú
af ótta mundum þegja,
að nú Guðs fólk með eymdum fer
því allir til vor þrengja nær,
þeir ætla oss að deyja.
2.
Reiðin er nú rík af þeim,
þeir rísa á mót oss illa
að svelgja, gleypa og sækja heim
og síðan lífi spilla.
Veitt er nú yfir oss vatnsins flóð
og veltunst svo í hörðum móð
af ofurmakt uppfylla.
3.
Lofum vér Guð sem leysti oss frá
svo leiðu þeirra valdi
sem að einn fugl í snöru lá
svo erum vér úr haldi.
Vor snara brast, vér yrðum frí,
vor Guð sjálfur hann olli því
sem skapaði allar aldir.
4.
Heiðrum Guð föður himnum á,
hann lætur sig það kalla.
Hann miðli oss sinni miskunn svo
vér mættum ekki falla.
Hans son skal líka heiðran fá
héðan í frá að eilífu
og helgum anda ei halla.


Athugagreinar

4.7 ei halla: víkja ekki frá.