Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 33 - Lofsöngur Simeonis: Nunc dimittis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 33 - Lofsöngur Simeonis: Nunc dimittis

Fyrsta ljóðlína:Með frygð og gleði eg fer nú burt
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.35v
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og tvíkvætt:aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þessi sálmur er bein þýðing á sálmi Lúthers, Mit Fried und Freud ich fahr dahin, sem er ortur út af Lofsöng Simeons, Lúkas 2. 29–32 og er sá söngur frá fornu fari fastur liður í kvöldtíðum kirkjunnar. Þýðing Marteins biskups finnst ekki annars staðar. Í Sálmabók 1589 er sálmur þessi í tveimur útgáfum: Ó, Herra Guð, í þínum frið (nr. 46) og: Héðan í burt með friði ég fer (nr. 47). Síðarnefndi sálmurinn er í Graduale og sálmabókum öllum til 1801. Hann kemur að nýju í Sálmabók 1886 í þýðingu Helga Hálfdánarsonar og er þannig í Sálmabók 1972, Nú héðan á burt í friði ég fer. Hann er nr. 665 í Sálmabók 2022.

Lofsöngur Simeonis: Nunc dimittis

1.
Með frygð og gleði eg fer nú burt
í föðursins vilja.
Huggað er mitt hjarta og kyrrt,
hver kann þess dylja,
líka sem Guð lofaði mér
lystugur svefn að dauðinn er.
2.
Kristur það gjörir, kær Guðs son,
sem keypt hefur alla,
þú lést mig sjá þá líknar von
að lausn má kalla.
Hann er bæði heill og líf,
af hel og dauða vinnur kíf.
3.
Enn nú hefur þú auðsýnt þann
fyrir augsýn þjóða
í sitt ríki öllum kann
með orði bjóða.
Það hljómar um heimsins byggð
að hvers kyns fylgir rét[t]ilig dyggð.
4.
Hann er nú það heilsu ljós
fyrir heiðnum þjóðum,
upp birtandi er sú rós
aumum og góðum
og Ísraels einka prís,
öllum er sú hjálpin vís.


Athugagreinar

1.1 frygð: (hér) fögnuður, sbr. danska: fryd.