Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 29 - Annar lofsöngur af upprisunni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 29 - Annar lofsöngur af upprisunni

Fyrsta ljóðlína:Kristur reis af dauða
bls.31r
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þrjú erindi, svokölluð leisa, frumortur á þýsku, Christus ist erstanden – sem telst vera elsti sálmur á þýskri tungu, frá 12. öld að minnsta kosti. Lúther hafði mikið dálæti á þessum sálmi og birti hann árið 1524. Er sálmurinn hér þýddur úr frummálinu. Hefur þýðing Marteins biskups ekki birst í sálmabókum síðan. Sjá næsta sálm á eftir, þann 30. í Sálmakveri Marteins.*


* Bjarni Sigurðsson, bls.27.
Annar lofsöngur af upprisunni

1.
Kristur reis af dauða
frá allri písl og nauða.
Því skulum vær oss glaða gera,
Guðs son skal vor huggan vera,
Kirieeleison.
2.
Væri hann ekki upprisinn
veröldin væri forgengin;
nú að hann upprisinn er
lofum vér Kristum vorn föður,
Kirieeleison.
3.
Alleluja, alleluja, alleluja
því skulum vér oss glaða gjöra,
Guðs son skal vor huggan vera
Kirieeleison.