Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 21 - Ein þakkargjörð nær menn ganga til Guðs sacrament | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 21 - Ein þakkargjörð nær menn ganga til Guðs sacrament

Fyrsta ljóðlína:Ó, Kristí, vér allir þökkum þér (þýðing)
Höfundur:Nikulás Boye
bls.24r
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þýðing á sálminum, O, Gott, wir danken deiner Gut, eftir þýska prestinn Nikolaus Boye (d. 1542). Er hann þýddur úr frummálinu og var þýðing Marteins biskups tekin upp í Sálmabók Guðbrands 1589 

(nr. 146) með smábreytingum ). Sálmurinn var einnig tekinn upp í Sálmabók 1619 með lagboðanum: Guð vor faðir, vér þökkum þér.
 
Ein þakkargjörð nær menn ganga til Guðs sacrament

1.
Ó, Kriste, vér allir þökkum þér
þá sætu ást þú oss sýnder;
út þú gaft oss þig allan hér
og allt í dauðann þig pínder.
Svo að vér yrðum syndafrí
sjálfs þíns blóð úthelltir því
svo yrðum vér ekki týnder.
2.
Því er það allt nú uppfyllt svo
að hans miskunn vér hljótum,
syndanna lausn og sanna ró,
slíkrar hans gæsku vér njótum.
Semjum traust og sérligt ráð
svo að vér ekki þessa náð
með ótrú af oss brjótum.
3.
Þinn fagra líkam til fæðu gaft
og fékkt oss þitt blóð að drekka
að auka svo vorn anda kraft
og illum girndum að hnekkja.
Endurfæðingar efl þú oss auð
svo ekki veitist barna brauð
hundum helst óþekkum.
4.
Hjálp svo vér kynnum kærleiksverk
kristnum mönnum að veita
vel sem þín kenning vísar sterk,
vér mættum þín börn heita.
Þér innrættir þenkjum á
þíns aftans máls að neyta svo
og ekki af því breyta.
5.
Meðan vér lifum hér í heim
hans velgjörða vér minnunst,
hans kvöl og dauða að kynna þeim
í kærleik þar um finnunst
þar til þitt ríki þiggjum vér
það sem öngvan enda fær;
í vísum fögnuð finnunst.
6.
Sjálfum föður vér segjum dýrð,
hans syni og helgum anda
sem að upphafi út var skýrð
og nú jafnan skal standa
og um allar aldir meir
allir segi amen þeir
sem hjörtun hér til vanda.


Athugagreinar

4.5 innrættir: græddir á (vínviðinn sem er Kristur, Jóh. 15.5.)

6.7 vanda: so. venja.