Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 13 - Einn sálmur að biðja um hjálp og traust af Guði í allri neyð. Ad te levavi psalm. xxv | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 13 - Einn sálmur að biðja um hjálp og traust af Guði í allri neyð. Ad te levavi psalm. xxv

Fyrsta ljóðlína:Frá mönnum sný eg mínum hug
Höfundur:Höfundur óviss
bls.15r
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögnin vísar í upphafsorð hins latneska texta 25. Davíðssálms sem sálmurinn er ortur út af. Þýtt er úr þýsku, An allen Menschen gar versagt eða Von allen Menschen abgewand, sem að ætlan sumra er eftir Burkard Waldis (d.1556), en aðrir telja höfundinn vera Andreas Knöpken (14901522). Marteinn biskup virðist hafa farið eftir danskri þýðingu, Fra mennisken haver jeg vent min Hu. Sálmurinn er tekinn upp í Sálmabók 1589, en breyttur, Frá mönnum bæði hjarta og hug (nr. 159). Finnst ekki í síðari sálmabókum.

Einn sálmur að biðja um hjálp og traust af Guði í allri neyð. Ad te levavi. Sálm. xxv

1.
Frá mönnum sný eg mínum hug,
til míns Drottins mig langar.
Herra Guð, veit mér hjálp og dug,
halt frá mér skammir rangar
því öll mín von er einasta í þér,
lát því minn öngvan óvin hér
gleðjast þann mér til mangar.
2.
Óskömmuð verður öll sú þjóð
sem allt hop til þín setja,
þín volduga hönd er verndan góð
frá voða til góðs kann hvetja,
en þeir munu skamm og þrautir fá
er þjóna Guðs að leggjast á
án rétt og aðra letja.
3.
Vísa mér, Guð, þinn veg að gá
og virðst til þín að ferja,
í þínum sannleik þar að stá
því þú ert, Guð, minn Herra,
mín heill og traust, mín hjálp og ráð,
hopast eg nú á þína náð,
það skjól ei kann að þverra.
4.
Minn Herra, lát þér hjartnæmt að sjá
og hingað virðst að þenkja
hversu þeir allir hjá þér stá
hverjum þú náð vilt skenkja.
Þá forhugaða þú forðum sátt
fyrr en veröldin hafði mátt,
þá kann því ekki krenkja.
5.
Min[n] ungdómsbrest og óvit þá
og allar mínar syndir,
mi[n] Guð og Herra minnst ei á
af miskunn þeim frá vendir.
Send burt frá mér það synda kyn
svo lát mig njóta miskunn þín,
sú guðdóms gæskan vel endir.
6.
Drottinn er góður og drýgir rétt,
dugandi þeim hann elska
þó ekki verði allt svo slétt
af hann dregur þann fölska,
sinn vilja þeim segir á mót
settan í þeira hjartarót,
þeim verður víst ei dælska.
7.
Vegur Drottins er vís sannhed,
valinn þó oss til náða.
Hann heldur fast sín fyrirheit
og fyllir þau oss til dáða.
Þeir taka hans orð og trúa því,
treysta á það hann lofar þar í,
sem Skriftin skýrt kann ráða.
8.
Fyrir dýrðligt nafn þitt, Drottinn Guð,
drag burtu mínar syndir,
þær miklar eru af margri nauð
og megnast allar stundir.
Nú lær þú mig þitt lögmál því
að leiðunst eg þeim stigum í
og ljúft við þínar lundir.
9.
Allar sálir sem óttast Guð
eilíft hans ríki erfa
og í trúnni öll hans boð
eftir honum þær starfa.
Drottinn er þeirra dýrðligt svar
og dásamt lögmál þeim opnar
til þrifleiks anda þarfa.
10.
Ó, Drottinn Guð, alltíð til þín
augu mín eg upp lyfti,
snú burt af mér snörunnar pín
og sneypu þeirri mig svipti,
miskunna þú og mig á lít
því margir gjöra mér stór ávít,
auman þú aftur rifti.
11.
Mín hjartans sorg og hryggð er stór,
hjálp mér frá öllum meinum,
á lít þú hversu eg hæddur er
og hafður í þrældóm einum.
Svo fyrirlát þú nú syndir mín
og sjá á margan minn óvin
mig hata af hryggðar greinum.
13.
Frelsa sál mín og fá mér björg
svo fá eg ei skamm að hljóta,
mín alsett von er á þér mörg
að allir í fögnuð fljóta.
Hjálp svo nú, Guð, frá sorg og neyð
sjálfum Ísrael þínum lýð,
hann mun þín helst að njóta.


Athugagreinar

1.7 manga: áreita.

2.2 hop: von.

3.1 : ganga.

3.3 stá: standa.

3.6 hopast: vonast.

4.5 sátt: þf. af sjá: sást.

6.4 fölski: aska, óhreinindi.

6.7 dælska: heimska.

8.4 megnast: aukast.

11.5 fyrirláta: fyrirgefa (d. forlade).