A 16 - Annar sálmur um vors Herra fæðing | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 16 - Annar sálmur um vors Herra fæðing

Fyrsta ljóðlína:Heiðra skulum vér herrann Krist
Höfundur:Marteinn Lúther
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þetta er jólasálmur Lúthers, Gelobet seist du, Jesu Christ sem hann byggði á fornri leisu. Marteinn biskup Einarsson virðist hafa haft fyrir sér danska þýðingu sálmsins frá 1529. Í Sálmabók 1589 (nr. 16) er upphafslína sálmsins eins en þýðingin ólík að öðru leyti. Þannig var sálmurinn síðan í Graduale 1594 og sálmabókum og messusöngsbókum til loka 18. aldar. Sálmurinn var tekinn upp að nýju í Sálmabók 1871 í þýðingu Stefáns Thorarensen og hefur verið í sálmabókum síðan til þessa dags.

    MEIRA ↲

Annar sálmur um vors Herra fæðing

1.
Heiðra skulum vér Herrann Krist,
hann varð maður af guðdóms list,
fæddi hann mey sú er fremsta veit,
fyrir það gleðst öll englasveit.
Kyrieeleison.
2.
Eilífa föðursins einasti son
á sig leggur nú vorn þrældóm,
vort veikt eðli á sig tók,
í því vorar hjálpir jók.
Kyrieeleison.
3.
Hinn sá allur heimurinn naut
hann er kominn í Maríu skaut,
lagður í stall sá litli sveinn
lofti og jörðu hann stjórnar einn.
Kyrieeleison.
4.
Eilíft ljós hér inn nam gá,
allan heim það lýsa má,
um miðja nátt það mjög svo skín,
marga oss það dregur til sín.
Kyrieeleison.
5.
Föðursins son er fullkominn Guð,
fór sem gestur í veraldar nauð;
oss af þessum eymdardal
alla laðar í himnasal.
Kyrieeleison.
6.
Hans var kvoman því hingað snauð
að hjálpa oss af vorri nauð;
himnum á vill halda oss ríka
heilögum sínum englum líka.
Kyrieeleison.
7.
Því hefur hann oss þetta veitt,
það hans kærleik brast ei neitt.
Gleðjunst af því góðir menn,
Guði þökkum allir senn.
Kyrieeleison.