A 08 - Þessi sálmur má syngjast eftir graftarembætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 08 - Þessi sálmur má syngjast eftir graftarembætti

Fyrsta ljóðlína:Látum oss líkamann grafa
Höfundur:Michael Weiße
bls.0
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er sagður ortur af Michael Weisse (1488–1534), Nun laszt uns den Leib begraben, og birtist í sálmabók sem hann gaf út fyrir Bræðrasöfnuðinn í Bæheimi árið 1531. Lokaerindið er talið eftir Martein Lúther. Þetta er þó þýðing eða öllu heldur stæling hins forna sálms  Prudentiusar (Aurelius Prudentius Clemens, 348–413), Jam moesta quiesce querela. Sálmurinn er útlegging orða Páls postula í 1. Kor. 15.42–54,  og var um aldir sunginn hér á landi við útfarir. Sennilega þýðir Marteinn sálminn úr   MEIRA ↲

Þessi sálmur má syngjast eftir graftarembætti

1.
Látum oss líkamann grafa
og ekkert eforð á hafa,
á efsta degi mun aftur up[p]stá
og ókrenkilegur verða þá.
2.
Mold að hann var og af moldu skaptur
að moldu mun hann og verða aftur,
af moldu mun hann upp aftur rísa,
englanna lúður það mun útvísa.
3.
Eignist sálin eilíft líf
æ hjá Guði hans verður hlíf,
firrður synd og fjandans neyð
fyrir Guðs sonar pín og deyð.
4.
Angur, armóð og þar með eymd
enda tekur og er nú gleymd,
kristið ok með kærleik dró,
kallast dauður og lifir enn þó.
5.
Lifir hans sál og er leyst ómaks,
líkaminn sefur til dómadags,
þá mun Kristur klára hann
og kemur svo upp í himnarann.
6.
Í var hann þessum eymdardal
og er nú kominn í himnasal
með list og gleði og leiftri fín
langt um klárra en sólin skín.
7.
Látum hans líkam liggja í frið
og lærum vér rétt að búast við
því hugsa má það hver og einn
heljar broddur er ekki seinn.
8.
Hjálpi oss þar til Herra Krist
sem hefur oss leyst frá djöfla vist,
alls kyns synd og öllu vé
eilífliga þér dýrðir sé.


Athugagreinar

1.2 eforð: efasemdir.

5.3: klára: hreinsa.

8.3: : vesöld, eymd.