A 03 - Einn sálmur af Credo | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 03 - Einn sálmur af Credo

Fyrsta ljóðlína:Vér trúum allir á einn Guð
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.0
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður+) fer- og tvíkvætt:aBaBCCDDCee
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Trúarjátningarsálmur Lúthers, Wir glauben all an einen Gott, birtist fyrst 1524 við lag frá því um 1400. Varð sálmurinn fastur liður í guðsþjónustum lútherskra og er að finna í öllum íslenskum sálmabókum allt til þessa. Þýðing Marteins biskups virðist taka mið af þýðingu Claus Mortensen í Sálmabók hans frá 1528. Gísli biskup er með aðra þýðingu í Sálmabók sinni, Vér trúum allir saman á einn Guð, nr. 5 í bók hans.  Í Sálmabók 1589 (nr 127) og Graduale 1594 er önnur þýðing á sálminum greinilega   MEIRA ↲


Einn sálmur af Credo


1.
Vér trúum allir á einn Guð,
skapara himins og svo jarðar,
hann er vor faðir í hvers kyns nauð,
helst skyldum vér hans börn verða.
Alltíð vill hann oss sjálfur seðja,
sál og líf með sæmdum gleðja,
sótt og fár kann oss ei skaða,
svipt er frá oss öllum voða,
hann vill því ei til steðja.
Hver er nú sá
að héðan af oss granda má.
2.
Vér trúum og víst á Jesúm Krist,
Guðs eingetinn son, vorn Herra,
samjafn föður í sæmd og vist
svo hans guðdóm kann ei þverra.
Hann gat sá hinn helgi andi,
hrein jungfrú María fæðandi;
kjötlegur maður á krossi dó,
kraft helvítis niður braut hann svo,
frá dauðum upprísandi,
til himna fór,
dómandi aftur vitjar vor.
3.
Vér trúum og á anda helgan,
æ verandi Guð með föður og syni;
hryggvar samviskur hugga kann,
hans gáfur veitast mannkyni.
Allri kristni í eining heldur,
uppgjöf synda einninn veldur,
allir menn upp aftur rísa
og til dómsins lúðrar þeim vísa;
hver fyrir Krist var hrelldur
þeir munu þá
háleitt himnaríki fá.


Athugagreinar

3.3 gáfur: gjafir.