Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
A 02 - Gloria in excelsisFyrsta ljóðlína:Vér heiðrum þig Guð í hæstum stað (þýðing)
Höfundur:Nicolaus Hovesch Decius
Þýðandi:Marteinn Einarsson biskup
Heimild:Sálmakver Marteins Einarssonar. bls.0
Viðm.ártal:≈ 1525
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar
SkýringarSálmurinn er upphaflega fornlatneskur lofsöngur frá 2. öld, Laudamus te, sem í klassískum messusöng fylgir dýrðarsöng messunnar, söng englanna í Betlehem: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ (Lúk. 2.14). „Vér lofum þig.“ Sálmurinn, Allein Gott in Höh sei Ehr, er ortur út frá þessum lofsöng árið 1523. Höfundur er talinn vera Nikolaus Hovesch Decius (1481–1546). Varð sálmurinn fastur liður í guðsþjónustu dönsku kirkjunnar á siðskiptatímanum. Decius var munkur sem gekk snemma til MEIRA ↲ 1. Vér heiðrum þig, Guð, í hæstum staðfyrir hjálp og þínar náðir því himinn og jörð nú hyllast að þú hefur oss sýnt þær dáðir og gefið á jörðina gæsku og frið svo gleðjast mega nú höldar við að góðvild sjálfur sáðir.
2. Vér lofum, heiðrum og lútum þérog ljúflega dýrð vér þökkum. Herra Guð faðir sá hæstur er, helst þinn góðleik vér smökkum. Á himni og jörðu hefur þú vald og hefur gjört miskunn þúsundfald á vorum veraldar klökkum.
3. Ó, Kristur Jesús, Guðs kærasti son,kominn af himnaríki, af mildi þú leystir allt mannligt kyn mjög svo að föðurnum líki. Fyrir þitt blóð og bitran deyð þú bjargaðir oss frá synd og neyð svo öllum að þér víki.
4. Þú heitir alleina vor hjálparmannsem himnaríki vildir oss býta. Þú ert Guðs lamb það er gæsku vann og gjörðir oss ekki forlíta. Þú ert það himneska hjálparráð, höfum vér fyrir þig fengið náð, má oss því enginn ávíta.
5. Ó, heilagur andi eð hæsta blómog huggari allra manna, hjálpa þú oss frá djöfla dóm og drag þú oss til ens sanna því Kristur Jesús hann keypti oss dýrt, kvölum oss svipti, það er nú skýrt; gef oss hans gæsku að kanna. Athugagreinar
2.7: klökkum: erfiðleikum, sbr. klakklaust.
|