Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 01 - Að biðja um heilags anda náð. Veni sancte spiritus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 01 - Að biðja um heilags anda náð. Veni sancte spiritus

Fyrsta ljóðlína:Hrópum vér til heilags anda nú
Höfundur:Marteinn Lúther
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálminn, Nun bitten wir den Heiligen Geist, orti Marteinn Lúther eftir latnesku versi, svokallaðri leisu frá 13. öld, Veni, sancte spiritus. 

   MEIRA ↲


Að biðja um heilags anda náð. (Veni sancte spiritus)

1.
Hrópum vér til heilags anda nú,
hans biðjum vér þess af allri trú,
að vilji hann oss bívara
í vorri efstri neyð,
þá vér heim förum
með þessum líkamsdeyð.
Kirieeleison.
2.
Þú verðuga ljós, veit oss þitt skin,
það vér Kristum Jesúm kennum allein,
að vér hjá honum verum,
sem vort er frelsisband
og með honum förum
til vors föðursland.
Kirieeleison.
3.
Þú sæta ást, send oss þína náð,
svo kærleiksins hita að vér fengum gáð,
að vér út af hjarta
hver annan elski
með eining allra parta
sé enginn með oss fölski.
Kirieeleison.
4.
Þú hæsti styrkur í hvers kyns neyð,
hjálp svo vér ekki óttunst fár né deyð
og í voru sinni
engin skelfing sé,
þá vor óvin minnir
á öll vor syndavé.
Kirieleison.