Heima | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heima

Fyrsta ljóðlína:Sjá hinn fagra fjallahring
bls.18-19
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBCC
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sjá hinn fagra fjallahring
fjörðinn vefja örmum sínum,
þar er engin umbreyting
allt frá bernskudögum mínum.
Ennþá gnæfir hyrnan háa
hátt við loftið fagurbláa.
2.
Sumarkvæði syngja enn
svanir fyrir Múlalandi,
ó, hve hrifnir heyra menn
hljóminn berast upp að sandi,
yfir túnin, engi og dali
upp um háa fjallasali.
3.
Sælt er enn í sölum þeim
sitja ein og hlusta í næði,
hugglöð taka höndum tveim
hásumarsins besta kvæði.
Svanatónar ljúft framleiða
ljóðin öll um fjörðinn Breiða.
4.
Ó! hve sælt að sofna hér
síðsta blund að ævikveldi,
helst er kvöldsól kveðja fer,
krýnir fjöllin rauðum eldi.
Englaskari ofan stígur,
upp með sálu mína flýgur.