Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sígur fögur sól í hafið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sígur fögur sól í hafið

Fyrsta ljóðlína:Sígur fögur sól í hafið
bls.261
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1987
1.
Sígur fögur sól í hafið,
sveipar myrkur hljóða strönd.
Auðn og skuggum allt er vafið,
óðar hyljast dagsins lönd.
Birta og hlýja er horfin skjótt.
Hljóð og þögul ríkir nótt.
2.
Svo er lífið, líkt og dagur,
liðið fyrr en nokkur veit.
Hinsti geislinn gullinfagur
glitrar yfir foldar reit.
Eftir liðinn ljúfan dag
ljósið dvín við sólarlag.
3.
Dimmt er yfir hér í heimi,
harmaskuggi daginn fól.
Samt ei dvínar guðs í geimi
geislaskin af lífsins sól.
Bak við dauðans dimma haf
degi nýjum ljómar af.