Brúðkaupsljóð – til að syngjast í samkvæminu. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brúðkaupsljóð – til að syngjast í samkvæminu.

Fyrsta ljóðlína:Gott er að kætast góðum meður
bls.62
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1825
1.
Gott er að kætast góðum meður
gleðilegri stundu á,
yndislegt þá eitthvað skeður,
sem augað lengi starði á.
:: Því er kátt í þessum sal
því vor lýsa raustin skal. ::
2.
Minn þess glaður minnist andi,
mest að skreyta vora byggð
árbornar frá uppheimslandi
elskan hrein og kröftug dyggð.
:: Eg mun helga óðinn þeim,
af því fær hann þægan keim. ::
3.
Ljómar frá þeim líf og yndi
og lukkublómið sannkallað.
Þó að allt ei leiki í lyndi,
laga tekst þeim jafnan það.
:: Ó hvað góðan ektahag
orka þær að koma í lag. ::
4.
Hvareð dyggðin hina fæðir,
hjúkrar, fórnar, þroska lér
og efni nýju alltaf glæðir
ávöxt þennan dýrsta ber:
:: eitt það góða una við,
það eina sanna gæfumið. ::
5.
Eins og sól um austur-heiðir
alskír þegar himins snýr,
yl og ljóma yfir breiðir
alheim, svo sem kraftur nýr,
:: ætíð sama yndi ljær,
öllu nýju lífið fær. ::
6.
Hreina elskan hjartans fría,
hnignun engri af sem veit,
svona dag hvern sólu nýja
sinnis yfir breiðir reit.
:: Gisna tennur, grána hár,
glampar jafnskært ástin klár. ::
7.
Líst mér sem að ljósbraut þessa
lagða ykkur sjái ég,
vér sem fúsir viljum blessa,
vonsæl brúðhjón elskuleg.
:: Því er ei kyn þótt kátt sé mér
og kætin sú ei leynir sér. ::