Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Á gamlárskvöld 1900 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á gamlárskvöld 1900

Fyrsta ljóðlína:Ei tefur iðinn timans straumur
bls.9
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbCCdd
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1900
1.
Ei tefur iðinn tímans straumur
við takmark stunda neitt,
hans ferð ei mannlífs glepur glaumur,
né gangi hans fær breytt.
Vor aldur svo með árum líður,
vort æfi takmark nær og nær oss bíður.
Ein kynslóð fer en fæðist ný,
og flest er breytið heimi í.
2.
Svo líða dagar, ár og aldir,
nú er á degi kvöld,
og með því ársins tímar taldir
og tíræð þrotin öld.
Vér hennar sögu heila sjáum
og hinnar næstu kvöld ei litið fáum.
Svo markverð tíma mót að sjá,
oss minnir tímans nytsemd á.
3.
Og langt á tímans liðnu slóðir
oss liðin bendir öld,
sem ellihnigin heilráð móðir
við hinsta ævikvöld
að beði sínum börn sín kallar,
sem best að tjá þeim skyldu reglur allar
sem eru alda föður frá
og farsæld mannsins byggist á.
4.
Þar allt að sama efni stafar,
sem oss var fyrir sett,
að þekkja tilgang tímans gjafar
og tímann nota rétt.
Af liðnum tíma lært það fáum,
í ljósi tímans höfundar það sjáum,
því reynslan lífs og ljósið hans
fær lyft og þroskað anda manns.
5.
Svo liðið ár og öld vér kveðjum
með öruggt hugarþel.
Við bjartar vonir geð vort gleðjum,
en gætum tímans vel.
Oss nýir tímar nýjung boða.
Vér nýrrar aldar fögnum morgunroða.
Vor drottinn blessi lýð og lönd,
oss leiði æ hans föðurhönd.